Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 100
Tímarit Máls og menningar Starfsreglur stjórnarstofnana eru vissulega ekki einhlítar til þess, að allt sé með felldu um stjórnarhætti, en ættu þó fremur að stuðla að því. Það þarf því engan að undra, þótt stjórnmálamenn, sem líta á fyrirgreiðsluna sem æðsta hlutverk sitt, telji ekki mikla þörf á að fara eftir almennum föstum starfsregl- um; klíkufundurinn og skúmaskotið er þeirra vettvangur. Hitt kemur þó á óvart, að nú skuli svo komið, að ekki sé einu sinni talin þörf á að láta líta svo út sem farið sé eftir þeim starfs- reglum, sem lög bjóða, þannig að stjórn- arhættir séu a. m. k. á ytra borði sléttir og felldir." Aðan var minnzt á að furðulegt mætti telja að samningurinn skyldi ekki hafa verið gerður löngu fyrr en raun varð á. Þess er þá að gæta að almenningsálitið var erfitt viðureignar, og fruntaskapur Breta bætti ekki úr skák. En raunar hafði Sjálfstæðisflokkurinn leikið sér heldur óvarlega að eldinum, og er það nærri grátbrosleg saga. Eftir að Sjálf- stæðisflokkurinn hafði þæfzt fyrir út- færslunni í 50 mílur í tíð vinstristjórn- arinnar svonefndu, sá hann sitt óvænna og gerði að stefnumáli sínu — ekki að styðja stjórnina í baráttunni fyrir 50- mílna landhelgi — heldur að stækka landhelgina hið fyrsta í 200 mílur. Síðan neri flokkurinn þáverandi stjórn um nasir að hún væri hugdeig og lítil- þæg í landhelgismálum. Með þessu móti varð Sjálfstæðisflokkurinn hinn eini sanni landhelgisflokkur, 50 míl- urnar urðu smáræði, og skipti svo sem engu máli hvoru megin flokkurinn hafði staðið í rimmunni út af þvílíku smáræði. Þessi „operation" Sjálfstæðis- flokksins er einhver fífldjarfasta lýð- skrumsaðferð í íslenzkri pólitík upp á síðkastið. En sumir telja að hún hafi bjargað flokknum þá. Þessi stórkostlegi dulbúningur gerði úrtölur flokksins og þæfing í landhelgismálinu 1972 að fornaldarsögu. En nú er „sigursamningur" við Breta kominn í höfn. Þrátt fyrir sigurinn er eins og einhverjir hafi hugsað að bezt væri að gleyma þessu öllu og grafa það; fá þjóðinni eitthvað annað að hugsa um, eitthvað nógu stórkostlegt: Um karbítverksmiðjur og peninga Norðurlandabankans! Um „olíuríkið ísland"! (Olía í jörð á Melrakkasléttu, og nógir peningar í boði bara fyrir leyfi til að leita að olíu- lindunum.) Og um sanngjarna þóknun frá Banda- ríkjaher fyrir þær lóðir og lendur sem hann hefur afnot af hér á landi. Meira en nógir peningar! Oþarfi að hafa áhyggjur af því þó fiskimiðin verði uppurin eftir fáein ár, og ríkið sé í rauninni gjaldþrota. Ærum og færum hinn arma af vegi! ó. D. 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.