Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 101

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Side 101
Umsagnir um bækur HEIMILDIR OG SAGA Á síðasta áratug var farið að hafa mjög í hávegum þá bókmenntagrein sem kölluð hefur verið heimildabókmenntir eða skýrslubókmenntir. Með heitinu er höfðað til þess að í slíkum bókum er í meira mæli en venja er til í skáldbók- menntum stuðst við heimildir á borð við skýrslur og skjalagögn eða þar eru birtar heimildir um eitthvað sem raun- verulega hefur verið eða gerst. Eins og sjá má á þessari ófullkomnu skýrgrein- ingu spannar hugtakið yfir harla vítt svið og er álitamál hvort um slíka nýj- ung sé að ræða að réttlætanlegt sé að tala um sérstaka grein bókmennta. Bæði hafa höfundar skáldsagna, eink- um sögulegra, oft reist verk sín á sagn- fræðilegum heimildum, svo langt sem þær hafa náð, og einatt hafa fræðimenn á sviði sagn- og félagsfræði dregið sam- an, unnið úr og birt gögn og heimildir um ákveðna þætti sögu og þjóðlífs. Engu að síður er eftirtektarverð sú áhersla sem fjöldi höfunda tekur að leggja á þau raunveruleikatengsl bók- menntanna sem heimildunum er ætlað að tryggja. Víst mætti skrifa langt mál um orsakir þessa bókmenntalega fyrir- brigðis en hér skal aðeins drepið á örfá atriði sem virðast hafa átt þátt í þessari þróun. En þar er það m a athyglisvert að margir skáldsagnahöfundar hafa horfið frá eiginlegri skáldsagnagerð að þessu formi. (Hitt er svo annað mál þegar skáldsagnahöfundar hafa notfært sér hið ytra form bókmenntagreinarinn- ar með tilbúnum skýrslum eins og t d er gert í Kristnihaldi undir Jökli). Frá upphafi skáldsagnagerðar hefur viðleitni til að líkja eftir raunveruleik- anum greint skáldsögu frá flestum öðr- um bókmenntategundum (þó hægt sé að benda á margar undantekningar). Þetta hefur frá upphafi m a komið fram í ytri einkennum eins og notkun al- gengra nafna bæði á mönnum og stöð- um, atburðir látnir gerast á raunveru- legum stað og stund eða a m k í um- hverfi sem er náin hliðstæða við ákveð- ið kunnugt umhverfi. En skáldskapur verður alltaf skáldskapur, hve senni- legur sem hann er, og með þróun fjöl- og fréttamiðlunar hefur dramatískur og raunar dramatíseraður veruleiki fengið inngöngu á heimili almennings og í líf hans. Hér er áreiðanlega ein ástæðan til að höfundar taka að skrifa heimilda- sögur; samkeppnin um markaðinn og um leið sú þörf fyrir stöðugar nýjungar i listum eins og öðru sem einkennir markaðssamfélag okkar hér á Vestur- Iöndum. Þetta er þó aðeins ein ástæða. Aðra er að finna í kreppu raunsærrar skáldsagnagerðar þar sem hefðbundnar aðferðir hafa reynst vanmegnugar að gera flóknum samfélagsveruleika sam- tímans verðug skil. Með því að snúa sér beint að heimildum um það sem 195
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.