Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 101
Umsagnir um bækur
HEIMILDIR OG SAGA
Á síðasta áratug var farið að hafa mjög
í hávegum þá bókmenntagrein sem
kölluð hefur verið heimildabókmenntir
eða skýrslubókmenntir. Með heitinu er
höfðað til þess að í slíkum bókum er í
meira mæli en venja er til í skáldbók-
menntum stuðst við heimildir á borð
við skýrslur og skjalagögn eða þar eru
birtar heimildir um eitthvað sem raun-
verulega hefur verið eða gerst. Eins og
sjá má á þessari ófullkomnu skýrgrein-
ingu spannar hugtakið yfir harla vítt
svið og er álitamál hvort um slíka nýj-
ung sé að ræða að réttlætanlegt sé að
tala um sérstaka grein bókmennta.
Bæði hafa höfundar skáldsagna, eink-
um sögulegra, oft reist verk sín á sagn-
fræðilegum heimildum, svo langt sem
þær hafa náð, og einatt hafa fræðimenn
á sviði sagn- og félagsfræði dregið sam-
an, unnið úr og birt gögn og heimildir
um ákveðna þætti sögu og þjóðlífs.
Engu að síður er eftirtektarverð sú
áhersla sem fjöldi höfunda tekur að
leggja á þau raunveruleikatengsl bók-
menntanna sem heimildunum er ætlað
að tryggja. Víst mætti skrifa langt mál
um orsakir þessa bókmenntalega fyrir-
brigðis en hér skal aðeins drepið á örfá
atriði sem virðast hafa átt þátt í þessari
þróun. En þar er það m a athyglisvert
að margir skáldsagnahöfundar hafa
horfið frá eiginlegri skáldsagnagerð að
þessu formi. (Hitt er svo annað mál
þegar skáldsagnahöfundar hafa notfært
sér hið ytra form bókmenntagreinarinn-
ar með tilbúnum skýrslum eins og t d
er gert í Kristnihaldi undir Jökli).
Frá upphafi skáldsagnagerðar hefur
viðleitni til að líkja eftir raunveruleik-
anum greint skáldsögu frá flestum öðr-
um bókmenntategundum (þó hægt sé
að benda á margar undantekningar).
Þetta hefur frá upphafi m a komið fram
í ytri einkennum eins og notkun al-
gengra nafna bæði á mönnum og stöð-
um, atburðir látnir gerast á raunveru-
legum stað og stund eða a m k í um-
hverfi sem er náin hliðstæða við ákveð-
ið kunnugt umhverfi. En skáldskapur
verður alltaf skáldskapur, hve senni-
legur sem hann er, og með þróun fjöl-
og fréttamiðlunar hefur dramatískur og
raunar dramatíseraður veruleiki fengið
inngöngu á heimili almennings og í líf
hans. Hér er áreiðanlega ein ástæðan
til að höfundar taka að skrifa heimilda-
sögur; samkeppnin um markaðinn og
um leið sú þörf fyrir stöðugar nýjungar
i listum eins og öðru sem einkennir
markaðssamfélag okkar hér á Vestur-
Iöndum. Þetta er þó aðeins ein ástæða.
Aðra er að finna í kreppu raunsærrar
skáldsagnagerðar þar sem hefðbundnar
aðferðir hafa reynst vanmegnugar að
gera flóknum samfélagsveruleika sam-
tímans verðug skil. Með því að snúa
sér beint að heimildum um það sem
195