Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Page 104
Tímarit Máls og menningar við komið um sennileika þeirra vegna samhengis við staðreyndir sem heim- ildir eru fyrir. Sem dæmi um slíkan texta í Haustskipum má nefna frásagn- ir af lögþingum þar sem skjalfestir dóm- ar og málflutningur eru uppistaða frá- sagnar en fyllt er í með ágiskunum um hvað fyrir embættismönnum hafi vakað eða um viðbrögð brotamannanna og þær aðstæður sem hafa leitt þá til brot- anna. Mikið er líka um slíkan texta í sögu þeirri sem sögð er af viðskiptum embættismanna við kaupmenn og dansk- ar stjórnarskrifstofur vegna kostnaðar af fangaflutningi og fangahaldi. Slíkt efni getur raunar einnig mætavel átt heima í sagnfræðiriti en sagnfræðingur- inn hefur meiri skyldur við lesandann þegar um er að ræða að birta rök með og móti ágiskunum sínum. I slíkum texta reynir bæði á ímyndunarafl höf- undar og mótvægi þess í raunsæi og rökvísi, en áhrifamáttur heimildasögu er ekki síst undir því kominn hvort trúverðuglega tekst að gæða lífi það hugarfar og þær tilfinningar sem heim- ildirnar eru eins og fótspor eftir. Mér sýnist Björn hafa verið mjög glögg- skyggn að túlka athafnir embættis- mannanna, en þeir eru höfundar margra heimildanna og þess vegna meira efni til í undirstöðu undir persónusköpun þeirra en þrælanna. Auðvitað vex fjarlægðin frá heim- ildunum jafnt og þétt en ekki í stökk- um í slíkum texta en þó finnst mér eðlilegt að greina frá þessum flokki. 4) Það sem hefði getað verið. Hér er komið að hreinum skáldskap höfundar en honum eru þó þær skorður reistar að hann má hvorki fara í bága við heim- ildirnar né almennan sennileika. í Haustskipum er talsvert mikið af texta sem hlýtur að lenda í þessum flokki. Má þar til nefna samtöl fjöldamörg, 198 samskipti Guðmundar Pantaleonssonar og þeirrar góðu maresjalinnu von Num- sen. I þessu síðasta dæmi eins og raun- ar fleirum hafa ferli sem víkja frá hinu venjulega komið ímyndunarafli höfund- ar á hreyfingu og hann hefur skáldað dálitla smásögu eða brugðið upp dálít- illi mynd fyrir lesendum sínum. Um þennan skáldskap höfundar sýnist les- endum hans væntanlega nokkuð sitt hverjum þótt varla mundi nokkur vilja skera hann allan niður. Hann gerir bókina læsilegri og „skemmtilegri" án þess að blekkja lesandann því svo er spássíugreinum fyrir að þakka að það er nokkuð auðgreinanlegt hvenær sam- bandið við heimildirnar rofnar alveg. Yfirleitt virðist höfundur hafa gefið ímyndunaraflinu heldur lausari taum þegar út fyrir landsteinana kemur. Það er í samræmi við eldgamla hefð í ís- lenskum bókmenntum, enda eru heim- ildir fáorðari um líf mörlandans á þeim slóðum. A því Ieikur ekki vafi að talsvert af lífi og áhrifamætti Haustskipa er að þakka texta af þessum flokki, en þó hlýtur maður að spyrja sig hvort það mannlega drama sem úr heimildunum er lesið og það eymdanna djúp sem sýnt er niður í hefði ekki orkað enn sterkar á lesanda ef höfundur hefði haft stíf- ara taumhald á skáldfáknum. 5) Athugasemdir og dómar sögu- manns. Bein innskot af þessu tagi eru ekki fyrirferðarmikil í bókinni þótt nokkuð sé um þau. Hins vegar gefur höfundur mjög víða til kynna afstöðu sína á óbeinan hátt með orðalagi og bitnar það helst á þeim sem eru hinir eiginlegu delinkventar bókarinnar, til skiptis sem háð eða vandlæting. Hér er þó engin föst regla á sem ég kem auga á, og mér er nær að halda að fordæming bókarinnar hefði orðið áhrifameiri ef
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.