Tímarit Máls og menningar - 01.07.1976, Qupperneq 110
Tímarit Máls og menningar
ýmsum þjóðfræðasamtíningi öðrum.
Allur þessi samtíningur er að einhverju
leyti gagnsamlegur, en gildi hans fer
eftir nákvæmni og árvekni höfundanna
og sagnamannanna. Seint á s.l. ári kom
út bók eftir Guðmund Þorsteinsson frá
Lundi um horfna starfshætti1 og minn-
ingabrot höfundar ásamt fleiru.
Höfundurinn fjallar af nákvæmni
um ýmsa starfshætti, sem nú eru horfn-
ir, lýsir þeim ítarlega og af eigin reynslu.
Höfundurinn er ættaður úr Eiðaþinghá
og „síðari áratugi ævinnar" hefur hann
dvalizt í Norður-Þingeyjarsýslu.
Lýsingar hans og frásögn af þjóð-
háttum og starfsháttum eru því úr þeim
héruðum, en þar var fyrrum mestur
þrifnaðarbúskapur á landinu, tóvinna á
hæsta stigi (sbr. Halldóru Bjarnadóttur)
og húsbyggingar og öll umhirða fremri
en annars staðar á landinu. Af þessu
leiddi formfestu í mannlífi og menn-
ingarlega reisn, sem einkenndi þessi
svæði á 19. öld, eins og fram kemur í
frásögnum og lýsingum Guðmundar.
Hann lýsir hér ýmsum þáttum og starfs-
háttum hins hefðbundna íslenzka
bændasamfélags, svo sem smalamennsku,
fráfærum, skógerð og íleppum, mó-
tekju, torfristu og brauðgerð o. fl. o. fl.
Lýsingar á þessum starfsháttum er víða
að finna, en hér eru lýsingarnar ná-
kvæmari og fyllri og í því er gildi bók-
ar Guðmundar fólgið. Margt af þessum
starfsháttum átti fullt gildi allt fram
undir miðja þessa öld, og því er ekki
seinna vænna, að greinagóðar lýsing-
ar séu festar á blað um þessi efni. Við-
horf til safnana starfsháttalýsinga er t.d.
að finna í kaflanum um Síðustu frá-
1 Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi:
Horfnir starjshasltir og leiftur frá
liðnum öldum. Orn og Orlygur 1975.
168 bls.
204
færurnar, en þær tíðkuðust á fáeinum
stöðum á Vestfjörðum fram yfir 1940,
í Onundarfirði og á Barðaströnd. Marg-
ir ágætir menn skildu nauðsyn þess að
tryggja varðveizlu starfsháttanna í riti
og myndum og því var viðað að efni í
ágæta heimildakvikmynd um fráfærur.
Höfundurinn hefur reynt að fá íslenzka
sjónvarpið til þess að fullkomna slíka
kvikmynd, en þar talaði hann auðvitað
fyrir daufum eyrum (sbr. bls. 18), enda
ekki við öðru að búast af forráðamönn-
um þess fyrirtækis; þeim virðist brýnna
að láta gera álappalegar klámmyndir,
sem þeir halda að falli í smekk útlend-
ingum, en enginn vill svo líta við.
Bók Guðmundar er fyrst og fremst
starfsháttalýsing, en einnig eru hér
sagnaþættir og ferðalýsingar og frá-
sagnir af störfum hans sjálfs auk at-
hugasemda um mismun fyrri tíða og
nútímans. Höfundurinn minnir stund-
um á Cato gamla í útlistunum sínum á
nútímanum og að sumu leyti minnir
bókin á rit þessa sæmdarmanns, De re
rustica, sem er rit um landbúnað í
Rómaveldi auk frásagna höfundar af
ýmsum fyrirbærum, sem snerta landbún-
að þeirra tíma og samanburðar við
gullna fortíð rómversks bændasamfé-
lags. Gagnrýni Catos var vissulega rétt-
mæt, og sama gildir um gagnrýni Guð-
mundar, sem er maður hefðbundins
samfélags.
Guðmundur á miklar þakkir skilið
fyrir þessa skemmtilegu og þörfu bók
og umsögn dr. Kristjáns Eldjárns í for-
mála að bókinni er fyllilega réttmæt:
„að slík heimildaskráning er aldrei nógu
mikil hvað þá of mikil". Enda gæti það
gerzt, að kaflar Guðmundar um brauð-
gerð og mótekju yrðu tímabærir í raun
innan færri ára en álíta mætti í fljótu
bragði.
Siglaugur Brynleifsson.