Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 57
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni
nútímasamfélaginu óbeint, gegnum hin ytri einkenni og afleiðingar fram-
leiðslu- og lífshátta. Af þessum einkennum verðum við síðan að draga
ályktanir um eðli og þróun samfélagsins.
Umhverfið sem Pétur flýr
Strax við fyrstu kynni okkar af nútímasamfélaginu í kaflanum „Tap-
azt hefir“ koma fram einkenni sem vekja hugboð um hvers kyns samfélag
er um að ræða. Þar er í sömu andrá og með svipuðu orðbragði auglýst
eftir skjalatösku, nælu, veski, ketti og — manni. Auglýsingin ber með
sér að litið sé á manninn eins og hlut án sjálfstæðrar vitundar og ekki
sé gert ráð fyrir að hann eigi sér einstaklingseðli. Hér er því þegar slegið
fram þema bókarinnar, hlutgervingu og firringu nútímaþjóðfélagsins.
Hér skal athugað nokkuð nánar það umhverfi sem Pétur yfirgefur
og sem á svo erfitt með að skilja þetta tiltæki hans. Með eljusemi hefur
Pétur búið fjölskyldu sinni góð kjör eftir því sem gerist um verkamanna-
fjölskyldur, þau eiga hús og bíl og dæturnar eru látnar taka gagnfræða-
próf. Strax í upphafi sambúðar Pémrs og Lilju kom fram að hún fellir
sig að þeirri skiptingu í opinbert líf og einkalíf sem einkennir borgara-
legt þjóðfélag. Hún skynjar ekki þjóðfélagið sem heild en trúir því að
hún geti skapað sér heim innan fjögurra veggja heimilisins án þess að
þjóðfélagið hafi á það teljandi áhrif. Þessi blekking og skormr á félags-
vimnd valda því að Lilja er manna næmust fyrir þeirri samfélagslegu
innrætingu sem haldið er að almenningi. Samskipti hennar við börn sín
sýna þetta vel. A hveitibrauðsdögunum sagði Lilja við Pétur þegar hann
var að leiða hugann að hernáminu:
— Vertu ekki svona áhyggjufullur útaf „þeim“, elskan./ ... /Við skulum
heldur hugsa um húsið okkar.
(166)
A sama hátt vinnur hún að því að þrengja sjóndeildarhring unglings-
stelpunnar Kiddu sem er farin að velta fyrir sér hlutunum. Kidda spyr
mömmu sína hvers vegna hún verði að ganga í skóla og læra það sem
henni þyki leiðinlegt og fær svarið að það sé nauðsynlegt til þess að
„komast áfram“. Við spurningunni hvort það sé nú alveg nauðsynlegt
að „komast áfram“ hefur Lilja hins vegar ekkert svar. Hún skynjar hvers
þarf við til þess að bjarga sér í samfélaginu en hún gerir sér ekki grein
167