Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 69
Lýst er eftir Pétri Péturssyni verkamanni Á leiðinni yfir heiðina brýst særð réttlætiskennd Péturs fram í mar- traðarkenndri hugsýn. Þar lifir hann þjáningar kúgaðra og barátm þeirra fyrir réttlátum heimi, baráttu sem verður að engu þegar byltingin verður að einföldum hlutverkaskiptum kúgarans og hins kúgaða vegna þess að bylting hugarfarsins hefur ekki verið tekin með í reikninginn. Hvert teikn boðar nýjan sannleik, sannleik hinna kúguðu og undirokuðu, en hjá hverju teikni glottir böðullinn við fótstall þess. (141) Kenningar sem boða allsherjarsannleik hafa misst merkingu sína hvort sem það er kommúnisminn eða sú hugmyndafræði sem stendur að baki sprengjuárásunum á Viet Nam. Eru einhverjir til sem trúa í raun og veru? Trúa á teiknin, á hetjurnar, á sannleik, sem fær staðizt? (144) í sýninni er dregin saman þróun heimsmála eins og hún kemur Pétri fyrir sjónir og hann er skilinn eftir í örvæntingu. Eftir þetta endurlit skýrist takmark ferðarinnar og miðast nú gagngert við bernskuheimilið í von um að finna þar eitthvað af því sem gaf lífi hans gildi endur fyrir löngu. En það reynist hægara sagt en gert. Allar aðstæður eru breyttar og lífið steypt í sama mót og það umhverfi sem hann er að flýja. Þegar Pétur hefur komist að þessu fer hann að óra fyrir því að „upphaf vill- unnar“ sé ekki fyrst og fremst að finna hjá honum sjálfum heldur langt aftur í tíma. Það sem gerðist í gærkvöldi, í fyrrakvöld, eða kvöldið þar áður, einhvers- staðar á það upptök. Ef til vill var það ekkert sérstakt, og þó eitthvað sér- stakt, áframhald eða endurtekning einhvers, sem upphófst í liðinni tíð, kannski langt að baki. Ef til vill að baki þess upphafs sem þú þekkir, sem þig grunar, sem enginn stafur er fyrir, sem var í öndverðu, fyrr en veraldir tóku að byltast og rísa úr óskapnaði í hug manns eða guðs. (179) Það sem gerist í dag á sér m. ö. o. rætur í fortíðinni, iðnvætt auðvalds- þjóðfélag nútímans á sér forsendur í eldgamalli skiptingu fólks í eigna- stétt og stétt öreiga. Það leysir þess vegna engan vanda að snúa aftur til hins gamla eða réttara sagt — það er ekki hægt. Nútíminn er nefni- 179
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.