Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 103

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Page 103
Eins og fyrr var að vikið er grunn- tónn bókarinnar spurnar- eða undrunar- tónn. Slíkri bók er ekki ætlað að sann- færa mann um neitt, aðeins að leggja fram merkileg dæmi eða sérkennileg sem auðvitað vekja ekki aðeins spurn- ingar um sig sjálf heldur um lífið og hvernig þræðir þess fléttast. Eiginlega leiðir spurningin hversvegna? til ann- arrar enn mikilvægari sem vekur athygli á síbreytileika lífsins: Bótin er að ef manni þætti ekki alt skrýtið í heiminum, á hverri stundu sem lifir, þá væri maður víst búinn að vera. Skrýtnastur er maður sjálfur — og þó ekki leing- uren maður heldur áfram að spyrja: hvað næst? (67) Tryggvi Emilsson er alþýðlegur höf- undur í bestu merkingu þess orðs. Hann á að baki langa starfsævi sem verka- maður í sveit og við sjávarsíðu þegar fyrsta langa frásögn hans í óbundnu máli birtist, upphaf æviminninga sem ná fram til sautján ára aldurs.2 Þegar litið er á æviferil Tryggva og þann Ianga aðdraganda, sem þetta fyrsta skref hans á rithöfundarbrautinni hefur átt, kann við fyrstu sýn að vakna enn upp sú undrun, sem oft fyllir lesanda Ungur eg var yfir því hve örlög manna verða ólík. Fljótlega kemur þó fram við lest- ur bókarinnar að hvorki muni tiiviljun né Fortuna vera hreyfiöfl í sögu Tryggva Emilssonar heldur efnahagsleg lögmál stéttaþjóðfélagsins. Því fer þó fjarri að þessi söguskoðun sé predikuð í bókinni heldur hefur lífsreynsla Tryggva og þjóðfélagsstaða valdið því 2 Tryggvi Emilsson: Fáttekt fólk. Mál og menning. Reykjavík. 318 bls. Umsagnir um bcekur að þessi söguskoðun er orðin hluti af honum og verður því um leið órofa hluti frásagnarinnar. Tryggva er heitt í hamsi þegar hann rifjar upp sögu sína og foreldra sinna. Ekkert er fjær honum en svöl hlutlægni. En skaphitinn, sem býr í allri frásögn- inni eins og þung undiralda, er taminn og virkjaður. Minningarnar hafa skírst í eldi reynslunnar og í ljósi skilnings Tryggva á þeim samfélagsöflum sem hafa drýgt honum örlög. Beiskja sú, sem sums staðar kemur fram, er aldrei per- sónubundin. Hún beinist ekki að kaup- manni, presti eða bónda sem einstakl- ingum heldur að því samfélagsástandi sem þeir persónugera. Þetta kemur fram í mörgu, m. a. í því að jafn- vel þegar Tryggvi lýsir fólki, sem hann á um ófagrar minningar, er nærri alltaf einhver kímni og gott ef ekki hlýja í frásögninni. Jafnvel Drafla- staðafólki, sem þó þykir borin illa sag- an, er fundið sitthvað til afsökunar — nema helst heimasætunni. Margt hefur verið leitt í ljós um ó- mannúðlega meðferð á börnum í íslensk- um sveitum allt frá því þeir Gestur Pálsson og Einar H. Kvaran tóku þetta efni til meðferðar í sögum sínum. En Fátækt fólk hefur þó sérstöðu meðal þess sem ég hef lesið um þetta efni vegna þess hve vel Tryggvi dregur fram ömurleika vinnuþrælkunarinnar, sem ekki hrjáði aðeins börn og unglinga, heldur virðist hafa verið runnin mörgu fólki í merg og bein í öllu daglegu lífi. Þótt auðvitað megi draga fram mörg dæmi um líferni í íslenskum sveitum harla ólíkt því, sem verið hefur á Draflastöðum, eru þær fjölskyldur vafa- laust margar sem gætu grafið upp minn- ingar um svipað líferni og svipaða með- ferð á unglingum í sveitum víðs vegar 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.