Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 106
Tímarit Máls og menningar
höfundar, að í henni er ekki greint
frá niðurstöðum eigin rannsókna, held-
ur er hún gagnrýnið yfirlit yfir rann-
sóknir annarra manna. Verk af þessu
tagi hafa tíðkazt mjög á seinni árum,
einkum í enskumælandi heimi. Engu
að síður er hér um að ræða fremur
óvenjulegt „review of researches" að
því leytinu að það er mun umfangs-
meira en venjulegt er, samið á breiðari
grundvelli og efnistök sjálfstæðari og
persónulegri.
I bók sinni tekur höfundur sér fyrir
hendur að gera grein fyrir framlagi sál-
fræðinga til skilnings á frumlegri sköp-
unargáfu. Hann greinir frá kenningum
og rannsóknum og athugar þær vand-
lega með tilliti til kosta og galla, um-
taks, aðferðafræði, ályktana. Allt er
þetta gert í þeim tilgangi að leita svara
við ráðgátu, sem höfundi hefur verið
áleitin um árabil. Þá ráðgátu setur hann
fram í eftirfarandi spurningum í upp-
hafi bókar: „Hvað einkennir vitundar-
starf hins frjóa hugvitssnillings eða list-
sköpuðar? Er frumleiksgáfan ásköpuð
í þeim skilningi, að hún þróist óháð
ytri áhrifum? Er unnt að vekja hana
og rækta með sérhæfðum aðferðum?
Uppvöxtur og öflun æðstu menntunar
kostar meira en þriðjung einstaklings-
ævinnar. Að hvaða marki er stefnt með
nemandann, að hvaða marki er honum
leyft að stefna á þessu skeiði?“
Þetta eru vissulega engar smáræðis
spurningar. Þær fjalla um eins og höf-
undurinn segir „ein hin torráðnustu og
jafnframt örlagaríkustu ferli mannlegrar
vitundar". Svörin liggja heldur ekki á
lausu og eru flest ófundin enn. Höf-
undurinn verður í þess stað að treysta
því, að lesandi hafi „nokkra ánægju af
því að sjá, hve ákaft lærðir menn brjóta
heilann um vitundarlíf hans.“
Fyrstu fimm kaflar bókarinnar eru
eins konar aðfararkaflar. Þar eru leidd-
ar saman og gaumgæfðar ýmsar helztu
skilgreiningar sköpunargáfu. Skyggnzt
er inn í verkstöð hins skapandi hugar
eins og snillingar vísinda og lista hafa
lýst því sjálfir, þegar sköpun fer fram.
Þá er fjallað allrækilega um hið ómeð-
vitaða hugarstarf og bælingarkenningu
Freuds er lýst.
í sjötta kafla bókar er gripið á því,
hvaða aðferðum sálfræðingar hafa beitt
og beita til að greina sköpunargáfu. Er
þar úr fjórum aðalaðferðum að velja:
1. Könnun á ævisögum manna, „sem
hafa sannað frábærar gáfur sínar á svo
ótvíræðan hátt, að enginn vefengir yf-
irburði þeirra.“ 2. Rannsóknir á frum-
legri sköpunargáfu í þróun. 3. Skap-
gerðargreining, þ.e. „að greina í sálar-
lifinu þá meginþætti, sem menn telja
snerta frumlegt sköpunarstarf, ýmist til
örvunar eða öftrunar.“ 4. Rannsóknir
á snilligáfu samtíðarmanna.
Næstu níu kaflar (7—16) eru svo út-
tekt á þessu rannsóknarstarfi sálfræð-
inga. Er þetta meginhluti bókarinnar,
hátt á annað hundrað blaðsíður. Þar er
fjallað um allar helztu kenningar og
rannsóknir, sem fram hafa komið og
gerðar verið frá því að bretinn Sir
Francis Galton hóf hið merka braut-
ryðjandastarf sitt laust fyrir síðustu alda-
mót. I þessum köflum er víða komið
við sögu og að mörgu vikið. Langmest-
ur hluti umræðunnar er helgaður störf-
um fræðimannanna Guilfords, Termans,
Cox, Cattells, Getzel og Jacksons,
Wallach og Kogans, McKinnons, Anne
Roe.
Eftirtektarvert er hversu mikið far
höfundur gerir sér um að brjóta kenn-
ingar og rannsóknaniðurstöður til mergj-
ar. Af mikilli skerpu og glöggskyggni
216