Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 110

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1977, Side 110
Tímarit Máls og menningar og nýverið gefið út kver um verkalýðs- hreyfinguna á þriðja áratugnum.1 Má af kverinu ráða að rannsóknin mun feta slóðir sem ótroðnar eru hérlendis. Þann- ig styðst Svanur í ríkum mæli við stjórn- málafræðilegar kenningar og gerir víða athyglisverðan samanburð við hin Norð- urlöndin. Eflaust verður rannsóknin til að hleypa loftinu úr ýmsum goðsögnum og kredduskoðunum sem nú eru á kreiki innan vinstrihreyfingarinnar, og von- andi verður hún til að efla skoðana- skipti um íslenska verkalýðsbaráttu fyrr og nú. I fyrri hluta ritgerðarinnar leitast Svanur við að varpa ljósi á samhengi atvinnuþróunar við þroskasögu verka- lýðshreyfingar. Eins og vikið verður að hér á eftir eru miklar veilur í umfjöll- un hans um auðmagnsþróun og efnis- legar forsendur fyrir samtakamyndun verkalýðsins. Hins vegar bendir hann réttilega á þátt hinna lífseigu landbún- aðarhátta tiltölulega lítilla og innbyrðis nokkuð jafnstórra býla. Sú tregða heill- ar atvinnugreinar gegn auðmagnsþróun- inni hefur sett strik í reikning stétta- baráttunnar, þar sem bændur og póli- tískir fulltrúar þeirra hafa farið með stórt hlutverk við hlið verkalýðs og auðherra. Þótt ekki sé hægt að ætlast til þess af þessu riti að þar sé fullnægjandi at- hugun á auðmagnsþróun og uppruna verkalýðsbarátm er athugun Svans þó óþarflega rýr í roðinu. Það má ekki síst rekja til nokkurs vingulsháttar í vali aðferða og kenninga. Um leið og Svanur er augsýnilega á heimavelli, þeg- ar hann styðst við borgaralega stjórn- málafræði, er honum Ijóst að um verka- lýðshreyfingu verður ekki fjallað af viti án þess að nota til þess fræðikenningu marxismans. Þar með er komin upp nokkur mótsögn í kenninga- og að- ferðagrundvelli rannsóknarinnar, og því miður er hún leyst á kostnað marxism- ans. Þessu til skýringar skal hér tilgreint versta dæmið. Svanur ber Marx fyrir kenningu um þrjú skilyrði fyrir myndun verkalýðs- samtaka (bls. 14—15), og eftir athugun á íslenskum veruleika kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessi skilyrði séu nauðsynleg en ekki fullnægjandi til skýringar (bls. 16). Hér er ástæða til að staldra við. Þess ber fyrst að gæta, að Svanur hefur „kenningu Marx“ frá engilsax- neskum marxólógum, sem em einhverj- ir lökustu heimildarmenn um fræði Marx. I háskólum Bretlands og Banda- ríkjanna hefur viðgengist að umgang- ast Marx af næsta ótrúlegu fúski, þat sem menn lepja upp rangtúlkanir frá annarri eða þriðju hendi í stað þess að byggja á frumtextum, og jafnframt eru kenningar Marx þar jafnan settar inn í allt annað vísindamynstur, með grát- broslegum afleiðingum. Svanur vitnar þó ekki bara í marxó- lóga, heldur líka í Kommúnistaávarp- ið, þar sem — nota bene — verið er að lýsa auðvaldsþjóðfélaginu, í áróðursriti, en ekki að setja fram fræðikenningu um það. Þó er það alvarlegast við þessa fram- setningu Svans að hann beitir „kenn- ingu Marx“ athugasemdalaust á sama hátt og gert er við kenningar eða til- gátur í pósitívískri visindahefð. Það er sem fræði Marx um auðvaldsþjóðfélag- ið hafi verið eins konar safn af til- gátum sem eigi að gilda milliliðalaust um öll framþróuð auðvaldsþjóðfélög og hægt sé að sannprófa á hverju þeirra. Útgangspunktur marxískrar fræði- kenningar er greining á eð/wlögmálum 220
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.