Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 6

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 6
Tímarit Máls og menningar Það sem mestu máli skiptir nú er styrkur og dugur þeirra mannlegu félags- heilda sem ráða ríkjum við framgang samfélagsins. í stað einstaklingshyggju ætti að vera komin samhyggja, sem er annað orð yfir félagshyggju. Án djúprar og virkrar félagshyggju almennings steytir nútíma samfélag á skeri sem erfitt verður að ná því af aftur óskemmdu. Það sem við almennt köllum félagsstarfsemi er ræktun þeirrar félagslegu vit- undar sem umhverfið býst við af okkur. Sú einstaklingshyggja sem byggir sam- félagið á mætti og megni sterkra manna og foringja, en ekki á samtökum og samfélagslegri vitund almennings, er þrándur í götu þeirrar þjóðfélagsþróunar er við stefnum að, sem er efnahagslegur jöfnuður og sjálfstjórn almennings. Ýmsir hafa haldið því fram að félagsdeyfð sú sem við töluðum um í upphafi, sé skilgetið afkvæmi nútíma fjölmiðlunar. Þeir segja fjölmiðlana kappkosta inn- rætingu sem beinlínis rugli fólk í ríminu, og með tilkomu hljóðvarps og sjón- varps sé félagsáhuganum beint frá vinnustaðnum eða götunni inn í stofur heimil- anna. Því er haldið fram að um leið og upplýsingar til almennings séu auknar, sé jafnframt verið að skerða félagslegan áhuga hans. í stofunni heima eigi sér stað eins konar mettun á fréttum sem ali af sér leiða, en lífsleiðinn gengur af öllum heilbrigðum áhuga dauðum. Þessi kenning segir að fjölmiðlum sé stjórnað þannig að þeir kappkosti að viðhalda og auka það bil sem enn er á milli félagslegs umhverfis okkar og þeirrar tegundar einstaklingshyggju sem nefnd var hér að framan. Mannkynið á enn eftir að sigra sjálft sig og breytast, eigi það að komast klakklaust frá þessum viðsjárverðu tímum. En það er fleira mauir en feitt kjöt. Þótt fjölmiðlar séu sterkir og mótandi þá fer því víðs fjarri að þeir sjái einir um mótun félagslegra vinnubragða. Þjóðfélag okkar er flókið og samanstendur af mýmörgum stofnunum sem allar móta manninn meira eða minna. Ein þeirra stofnana sem hvað mest mót- unaráhrif hefur eru stjórnmálaflokkarnir. Þróun og þroski samfélagslegrar vit- undar almennings eru að miklu leyti háð starfsháttum og vinnubrögðum þeirra. Ég sleppi hér vísvitandi orðinu stefna, því hún skiptir að mínu mati ekki eins miklu máli og vinnubrögð og starfshættir, þótt allt sé þetta hvert öðru skylt og innbyrðis háð. Séu vinnubrögð ólýðræðisleg, upplýsingar af skornum skammti og ákvarðanir teknar af fáum útvöldum, spillist félagsleg meðvitund þátttak- enda. Fegursta stefna fær ekki unnið upp þann skaða sem fámennisvöld og þröngsýnar flokksklíkur geta valdið. Fólk gengur stjórnmálaflokki á hönd í þeim tilgangi að taka þátt í mótun stefnu og lausn vandamála með því að leggja fram vinnu sína og þekkingu. Það er nú einu sinni frumskilyrði félagslegra vinnubragða að sem flestir leggi fram það sem þeir hafa til málanna að leggja, en ekki þjónkun undir aðra, slíkt er húsmennska og vísar vitundinni aftur á bak. Þeir sem krefjast hlýðni og 340
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.