Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 62
Timarit Máls og menningar Olafur skilgreinir „kerlingabækur" sem „alþýðlegar skemmtisögur kvenna“, en ekki virðist orðið alltaf hafa verið skilið svo. I Samvinnuna 1970 skrifar Eysteinn Sigurðsson grein um Grétu Sigfúsdóttur, Jakobínu Sigurðardóttur og Svövu Jakobsdóttur, sem hann nefnir „þrjár skáldkon- ur“. I innganginum, sem byggist á nákvæmlega sömu klifun og áður er lýst, talar hann um „kerlingabækur" sem hann telur vera almennt skamm- aryrði um bækur eftir konur. Hann segir: Það mun flestum kunnugt, sem fylgzt hafa með framvindu íslenzkra nútímabókmennta hin síðari árin, að það er ekki svo ýkja langt síðan skammaryrðið „kerlingabækur“ var tíðnotað a. m. k. manna á milli, um þær bækur, sem kvenrithöfundar sendu frá sér. Þetta var kannski ekki alveg að ósekju, því að staðreyndin er sú, að sé litið á framlag kvenna til bókmennt- anna síðustu tvo áratugina eða svo, þá er þar furðu lítið um raunverulega lífvæn skáldverk, heldur má benda á verulegan hluta þeirra, sem hvað gæði snertir stendur á hreinu eldhúsreyfarastigi.30 Skáldkonurnar þrjár sem hann síðan fjallar um eru sem sagt undan- tekningar frá þessu, þær eru rithöfundar en ekki „kerlingar“. Þótt kerlingabókabylgjan hafi farið dvínandi úr þessu, er hugmyndin að baki enn við lýði. Hefur henni m. a. slegið inn í bókmenntasögu sem kennd er við framhaldsskóla landsins, en það er bók Erlends Jónssonar íslenzk skáldsagnaritun 1940—1970. í kafla sem heitir „Hvað er skáld- saga“ eru taldir upp „höfundar og ritverk, sem telja má á einhvern hátt einkennandi fyrir íslenzka skáldsagnarimn frá upphafi til þessa dags“.31 Reynast höfundamir vera tæplega 30 karlar. Eina konu nefnir Erlendur að vísu, en ekki alveg með glöðu geði, því hann segir: „Jakobína Sigurðar- dóttir má fljóta með í upptalningunni.“! Hins vegar hefur hann sína skoð- un á kvennabókmenntum sem hann semr fram í lok kaflans með skáld- legum myndhvörfum Þegar svo hinir prófessíonellu höfundar hafa slitið svo út formi og unnið því svo sjálfkrafa hefð, að þeir þykjast ekki lengur mega nota það til frum- legrar sköpunar, taka við skemmtisagnahöfundar og darka á því á sinn máta, meðan það endist til þeirra hluta. Einkum hefur íslenzkt kvenfólk verið iðið við þvílíka skemmtisagnaframleiðslu. Hafa gagnrýnendur löngum staðið tvílráðir andspænis þeim risavaxna iðnaði og hreint ekki getað ákveðið sig, hvort telja bæri til bókmennta eður ei. En er ekki eins og þar sé einmitt fullnægt því algilda lögmáli í náttúrunnar ríki, að nýta hvaðeina til hins ýtrasta, skapa fyrst og eyða síðan?32 392
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.