Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 113
veittu atvinnu án tillits til arðsemi. Það hefði ekki verið hægt í stórum stíl nema með því að láta Landsbankann gefa út peningaseðla til að kosta at- vinnubótavinnuna. Það hefði orðið til að auka eftirspurn eftir vörum sem aft- ur hefði aukið eftirspurn eftir vinnu og komið at\'innulífinu þannig í gang á ný. I þeirri kreppu sem nú hrjáir auð- valdsheiminn mundi þetta ráð leiða til óþolandi verðbólgu (eins og við búum við á Islandi) en kreppa fjórða áratug- arins var að því leyti frábrugðin að henni fylgdi tilhneiging til verðfalls en ekki verðbólgu. Kauplækkunarstefna sjálfstæðismanna virðist hins vegar hafa borið í sér hættu á minnkandi eftir- spurn og þar með minnkandi atvinnu sem aftur hefði kallað á nýja kauplækk- un og svo koll af kolli. Það lítur því svo út frá leikmannssjónarmiði sem kröfur verkalýðsflokkanna hafi vísað beinustu leið út úr kreppunni án þess að séð verði að þeir hafi haft hugmynd um það. Um þetta vildi maður fá að vita eitthvað í fræðiriti um stéttabaráttu kreppuáranna, en blaðamennsku-sagn- fræðin stefnir þar ekki að hærra marki en blaðamenn samtímans. I eftirmála kemur fram að bókin hafi verið skrifuð í hjástundum höfunda á einu ári, aðallega á einu sumri. Hug- myndinni hafi ekki verið hreyft fyrr en á útmánuðum, og út var bókin komin í jólakauptíð. Hún ber þess vissulega tals- verð merki að vera ekki langsoðin. Margar setningar hefðu mátt slípast við nánari yfirferð. („Frá sjónarmiði verka- lýðshreyfingarinnar var þarna um að ræða ofbeldi gagnvart nýju stéttarfélagi er berðist fyrir viðurkenningu mótherj- ans sem samningsaðila um kaup og kjör“ stendur t. d. á bls. 56.) Efnisröð er sums staðar óþarflega ruglingsleg (t. d. á bk. Umsagnir um btskur 138—39). Og prentvillur eru heldur margar. Samt vekur meiri athygli hve mikið höfundarnir hafa komist yfir að gera á svo skömmum tíma. Þar nýtur bókin sýnilega eins af kostum blaða- mennskunnar. Hefði hún verið skrifuð samkvæmt viðurkenndum vinnureglum sagnfræðinga væri hún ekki komin út enn, langt frá því. Svipað mætti segja um mikinn hluta af bókaforða okkar um sögu 19. og 20. aldar. Við verðum að viðurkenna að við værum fátæk að söguritum ef ekki nyti hraðvirkni blaða- mennsku-sagnfræðinnar. Gunnar Karlsson. FÓRNARLAMB KJARNAFJÖLSKYLDU OG SKÓLAKERFIS1 Óhætt er að fullyrða að tilfinnanlega vanti frumsamdar íslenskar unglinga- bækur, þ. e. bækur með annað og há- leitara markmið en að lýsa eiturlyfja- smyglurum uppi á öræfum eða loðmælt- um brúneygðum draumaprinsum með skakkt bros. Okkur vantar unglingabæk- ur sem unglingarnir geta sótt til raun- hæfar viðmiðanir — þannig úr garði gerðar að þeir geti þekkt sjálfa sig í sögupersónum og þeirra umhverfi, a. m. k. að vissu marki. Bækur sem eru bæði skemmtilegar aflestrar og fjalla jafn- framt um hluti sem máli skipta, bækur sem gera þá einhverju nær um lífið og tilveruna og varpa ljósi á stöðu þeirra. Gera verður ráð fyrir að enn sem komið er gegni bækur miklu hlutverki sem félagsmótandi þáttur í lífi barna og 1 Olga Guðrún Árnadóttir: Búrið. Reykjavík, Mál og menning 1977, 176 bls. 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.