Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 115

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 115
góðum rótum runnar, þ. e. að hún sé að reyna að forða því að Ilmur lendi í sama helvítinu og hún sjálf. En gallinn er auðvitað sá, að sökum einangrunar þeirrar sem hún hefur ætíð búið við hefur hún ekki nægilega yfirsýn yfir eigið líf til að geta útskýrt það fyrir dóttur sinni, og þar með væri hún líka að höggva að sjálfsmynd sinni á sárs- aukafullan hátt. Skólinn (Búrið) Ilmur hefur smám saman verið að gera sér grein fyrir að nám hennar byggist að mestu leyti á aukaatriðum og til- gangslausum utanbókarlærdómi, og henni finnst sem aldrei sé komið að kjarna málsins. Skólinn veldur henni vonbrigðum vegna þess m. a. að hún fær þar ekkert svar við þeim spurning- um sem knýja á hana og snertir hvergi þau vandamál sem hún veltir fyrir sér, vandamál sem snerta hana sem persónu og líf fólks og daglega tilveru. Um landafræðistaglið segir hún við vin sinn, Einar: Er maður nokkru nær um það hvers konar lönd þetta eru? Hvernig fólkið þar lifir og við hvaða kjör það býr? Það eru eintóm asnaleg aukaatriði í þessum bókum. (37) Ilmur er þeirrar skoðunar að til að bæta úr þessu ófremdarástandi eigi kennarar og nemendur að leggja saman í púkk og koma með nýjar tillögur um skipu- lag námsins. En það er víst hægara sagt en gert (pælt en kýlt) því kennarar Ilm- ar eru sadistar upp til hópa (a. m. k. þeir sem mest koma við sögu, Sigurlaug enskukennari og Grímur íslenskukenn- ari), sem hafa ofnæmi fyrir unglingum. Eini kennarinn sem virðist hafa mann- Umsagnir um bcekur legar taugar til að bera, Berta dönsku- kennari, má sín einskis gegn svínaríinu, er „fryst úti“ af samkennurum sínum, og afleiðingin er sú að hún er orðin „algjör alkohólisti". (64) Því miður gefur bókin ekki viðhlít- andi skýringu á því hvers vegna þeir sem tolla í kennslu eru annaðhvort „and- legir letíngjar, öldúngar eða sadistar" (60) (eða alkohólistar...). Frásögn Einars á reynslu Bertu, móður sinnar, nær skammt: Þessi tuttugu ár sem hún hefur verið við kennslu hefur hún séð tugi úngra kennara byrja kennslu, fulla af áhuga og nýjum hugmyndum, og hvað verð- ur svo úr þeim? Eftir eitt, tvö ár eru þeir orðnir alveg jafn íhaldssamir og þeir sem fyrir voru. Alveg sama vind- þurrkaða íhaldspakkið. (64) Þar sem sjónarhorn bókarinnar er hins alvitra höfundar, þ. e. höfundur lýs- ir aukapersónum jafnt sem aðalpersón- um innan frá (hugsunum þeirra og til- finningum), ef honum býður svo við að horfa, og túlkar auk þess orð þeirra og gerðir á stundum, þá finnst mér sú dökka mynd sem hér er dregin upp af kennarastéttinni ekki forsvaranleg. Oðru máli gegndi ef kennurunum væri aðeins lýst út frá sjónarhóli Ilmar (og hinna unglinganna). Það er út af fyrir sig skilj- anlegt að „vondir“ kennarar taki á sig neikvæða mynd í þeirra augum. Uppreisn Ilmar Nú hefur verið gerð Iausleg grein fyrir þeim tvískipta óskapnaði sem Ilmur vex upp í. Hún er fimmtán ára og er smám saman að vakna til sársaukafullrar með- vitundar um sjálfa sig og margbreytileik 445
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.