Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 22
Tímarit Mdls og menningar í senn heillandi og ögrandi er, að hvort tveggja er í deiglunni. Menningin er enn í mótun, og þessu mótunarferli fylgir æskuþróttur og eftirvænting. Enginn hlutur er endanlegur. Allir möguleikar eru opnir og ekkert fullvíst eða kannað til hlítar. Menningin hefur ekki fallið í fastar skorður eins og víðast annars staðar í heiminum, og einmitt þetta stuðlar að frelsiskennd og ýtir undir sífelldar tilraunir og leit að nýjum leiðum til tjáningar og túlkunar veruleikans. Alhæfingum sem þessum er samt vert að taka með nokkurri varúð því vissulega eru líka til bandarískir höfundar sem eru bundnir gömlum evrópskum hefðum og feta meira eða minna troðnar slóðir. Auk þess eru stórir hópar í Bandaríkjunum, til að mynda blökkumenn, sem hafa síður en svo fundið til fyrrnefndrar frelsiskenndar heldur orðið að fálma sig áfram til að finna færa leið til að tjá eigin sögu, reynslu og ytri aðstæður. Það væri kannski nær sanni að halda því fram að hinar hrikalegu andstæð- ur í bandarísku þjóðlífi, togstreitan milli hinna miklu möguleika í tíma og rúmi annars vegar og hinna lokuðu litlu samfélaga örbirgðar og von- leysis hins vegar, hafi skapað margt af því markverðasta í bandarískum bókmenntum. Þetta á ekki síst við um gyðinga og blökkumenn, sem þegar á heildina er litið hafa samið eftirtektarverðustu bókmenntir eftirstríðs- áranna. I spjalli sem þessu er ekki nokkur vegur að gera viðhlítandi grein fyrir því sem gerst hefur í bandarískum bókmenntum undangenginn aldarþriðj- ung. Það væri eitthvað svipað því að reyna að gera grein fyrir öllum bók- menntum Rómönsku Ameríku í einu erindi. Til þess þyrfti heila bók — og hana stóra. Ég hef því kosið að dvelja eingöngu við skáldsagnahöfunda eftir stríð og einungis fjalla um nokkra þá helstu, jafnframt því sem ég mun leitast við að draga upp í mjög grófum dráttum nokkrar meginlínur í bandarískri sagnagerð. Þó bandarísk skáldsagnagerð sé ekki nema svo sem 150 ára gömul getur hún státað af mörgum öndvegishöfundum sem hafa skilið eftir sig djúp spor í heimsbókmenntunum. Meðal sígildra höfunda frá síðustu öld nægir að nefna meistarana Nathaniel Hawthorne, Edgar Allan Poe, Mark Twain, Herman Melville, Stephen Crane og Henry James. A þessari öld komu til sögunnar Sinclair Lewis, William Faulkner, Ernest Hemingway og John Steinbeck, sem allir hlutu Nóbelsverðlaun, F. Scott Fitzgerald, John Dos Passos, Theodore Dreiser, Henry Miller, Thomas Wolfe, Nathanael West, 352
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.