Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar
þeirra og vinsældum er ákaflega athyglisverð, og get ég ekki stillt mig
um að taka ummæli hans hér upp í heild, en þau er að finna í upphafi
kafla sem hann nefnir „Akademían áfram“. Fer varla á milli mála, að
með þeim er Halldór að einhverju leyti að svara árásunum á kvennabók-
menntirnar, en „kerlingarnar" tvær sér hann sem hluta af þjóðlegri og
órofa frásagnarhefð:
Menn hafa það fyrir satt að barnfóstrur förukonur sýsluþrot og ösku-
kellíngar áður fyrri hafi haft svo gott málfar þó ólæsar væru, eða réttara
sagt einmitt fyrir þá sök, að hvað sem skrifað var upp eftir þeim orði til
orðs, þá er það klassiskt mál. Eg man sjálfur eftir svona kellíngum úr æsku
minni, fleirum en einni og fleirum en tveim, til dæmis Halldóru gömlu
Álfsdóttur er sagði mér söguna af kolbítnum Skyrpokalat sem hvergi er til
á prenti og ég er því miður búinn að gleyma. Eg get þá ekki heldur stilt
mig um að minna í þessa veru á svo einstætt dæmi í evrópumenníngu sem
vísitölur um bóklestur á Islandi votta, að einna mest seldir og lángsamlega
vinsælastir höfundar okkar þessi árin séu nokkrar sveitakonur úr hópi þeirra
örfárra íslendínga sem teljast mega ólæsir og óskrifandi eftir venjulegum
barnaskólamælikvarða, einsog þær Guðrún Jónsdóttir og Ingibjörg Sigurðar-
dóttir. Ef nokkuð mætti segja íslenskum almenníngi til hróss fortakslaust,
þá er það sú ást sem lesendur leggja við þessa sérkennilegu sögusmiði, sem
ekki aðeins skrifa betur fyrir sig en háskólamentaðir menn upp og ofan,
heldur eru þjóðlegir sagnamenn í beinu framhaldi af ævintýrakellíngunum
okkar gömlu, þeim sem í þjóðsagnavísindum eru kallaðar með þýsku vís-
indaheiti maerchenerzaehlerinnen: þar eru þær gömlu góðu kellíngar endur-
risnar í nýu landi, gerbreyttu þjóðfélagi, öðrum heimi. Þeir sem rannsaka
þjóðlíf og þjóðlegar bókmentir ættu að lesa verk þeirra ofaní kjölinn, og
svo annarra skáldsystra þeirra svipaðra, og skýra rök þessa skáldskapar, og
svo þann hugsunarhátt sem höfundar þessir eru samstiga hjá lesurum túng-
unnar. Slík rannsókn gæti orðið til nokkurs skilníngsauka á sérstöðu íslenskr-
ar menníngar.-8
Sigurður A. Magnússon skrifar ritdóm um Íslendíngaspjall í Skírni 1968,
þar sem hann m. a. gagnrýnir þessa skoðun Halldórs. Hann segir:
Halldór víkur stuttlega að íslenzku „kerlingabókunum", án þess þó að
nefna þær því nafni, og telur framlag íslenzkra sveitakvenna á borð við þær
Guðninu frá Lundi og Ingibjörgu Sigurðardóttur, og vinsældir slíkra höf-
unda meðal lesenda, „einstætt í evrópumenningu". Hér held ég sé helzti
fast að orði kveðið. Að visu veit ég ekki með vissu um félagslegan uppruna
kvenna á borð við Thit Jensen í Danmörku og Sigge Stark í Svíþjóð, en vin-
sældir þeirra voru og eru engu minni en stallsystra þeirra hérlendis, og bók-
menntagildi verka þeirra mun vera nokkurnveginn jafnmikið.2®
390