Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 60
Tímarit Máls og menningar þeirra og vinsældum er ákaflega athyglisverð, og get ég ekki stillt mig um að taka ummæli hans hér upp í heild, en þau er að finna í upphafi kafla sem hann nefnir „Akademían áfram“. Fer varla á milli mála, að með þeim er Halldór að einhverju leyti að svara árásunum á kvennabók- menntirnar, en „kerlingarnar" tvær sér hann sem hluta af þjóðlegri og órofa frásagnarhefð: Menn hafa það fyrir satt að barnfóstrur förukonur sýsluþrot og ösku- kellíngar áður fyrri hafi haft svo gott málfar þó ólæsar væru, eða réttara sagt einmitt fyrir þá sök, að hvað sem skrifað var upp eftir þeim orði til orðs, þá er það klassiskt mál. Eg man sjálfur eftir svona kellíngum úr æsku minni, fleirum en einni og fleirum en tveim, til dæmis Halldóru gömlu Álfsdóttur er sagði mér söguna af kolbítnum Skyrpokalat sem hvergi er til á prenti og ég er því miður búinn að gleyma. Eg get þá ekki heldur stilt mig um að minna í þessa veru á svo einstætt dæmi í evrópumenníngu sem vísitölur um bóklestur á Islandi votta, að einna mest seldir og lángsamlega vinsælastir höfundar okkar þessi árin séu nokkrar sveitakonur úr hópi þeirra örfárra íslendínga sem teljast mega ólæsir og óskrifandi eftir venjulegum barnaskólamælikvarða, einsog þær Guðrún Jónsdóttir og Ingibjörg Sigurðar- dóttir. Ef nokkuð mætti segja íslenskum almenníngi til hróss fortakslaust, þá er það sú ást sem lesendur leggja við þessa sérkennilegu sögusmiði, sem ekki aðeins skrifa betur fyrir sig en háskólamentaðir menn upp og ofan, heldur eru þjóðlegir sagnamenn í beinu framhaldi af ævintýrakellíngunum okkar gömlu, þeim sem í þjóðsagnavísindum eru kallaðar með þýsku vís- indaheiti maerchenerzaehlerinnen: þar eru þær gömlu góðu kellíngar endur- risnar í nýu landi, gerbreyttu þjóðfélagi, öðrum heimi. Þeir sem rannsaka þjóðlíf og þjóðlegar bókmentir ættu að lesa verk þeirra ofaní kjölinn, og svo annarra skáldsystra þeirra svipaðra, og skýra rök þessa skáldskapar, og svo þann hugsunarhátt sem höfundar þessir eru samstiga hjá lesurum túng- unnar. Slík rannsókn gæti orðið til nokkurs skilníngsauka á sérstöðu íslenskr- ar menníngar.-8 Sigurður A. Magnússon skrifar ritdóm um Íslendíngaspjall í Skírni 1968, þar sem hann m. a. gagnrýnir þessa skoðun Halldórs. Hann segir: Halldór víkur stuttlega að íslenzku „kerlingabókunum", án þess þó að nefna þær því nafni, og telur framlag íslenzkra sveitakvenna á borð við þær Guðninu frá Lundi og Ingibjörgu Sigurðardóttur, og vinsældir slíkra höf- unda meðal lesenda, „einstætt í evrópumenningu". Hér held ég sé helzti fast að orði kveðið. Að visu veit ég ekki með vissu um félagslegan uppruna kvenna á borð við Thit Jensen í Danmörku og Sigge Stark í Svíþjóð, en vin- sældir þeirra voru og eru engu minni en stallsystra þeirra hérlendis, og bók- menntagildi verka þeirra mun vera nokkurnveginn jafnmikið.2® 390
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.