Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 55
Beekur og „kellingabtskur" í gróðaskyni. Til áréttingar þessari skoðun grípur hann til þess snjallræðis að líkja höfundunum við sveitakonur sem áður fyrri höfðu tekjur af því að selja prjónles í kaupstað fyrir jólin. Hann segir: Nú er þessi atvinnugrein horfin, að minnsta kosti í þeirri mynd sem hún var, en þá stóðu prjónakonurnar uppi verklausar, en sumar urðu þó ekki iðjulausar, þær hófu að skrifa skáldsögur, þykkar og síðumargar bækur og buðu þá framleiðslu á jólamarkaði, það kom þá prjónles í annarri mynd. Það höfum við fyrir satt, að engar bækur seljist betur en einmitt bækur þess- ara prjónakvenna. Enda er sú framleiðsla árviss. Nú hef ég hent það á lofti, að ef þessi hér mest umtalaða bók snilling- anna seljist vel að þessu sinni, þá hafi þeir í ráði að gefa út aðra um skylt efni. Sem sagt meira prjónles. Fyrst er kvenrithöfundum líkt við prjónakonur og verkum þeirra við prjónles, og síðan eru þeir Tómas Guðmundsson og Sverrir Kristjánsson skensaðir með því að líkja bók þeirra við þessar afurðir kvennanna. Að- ferðin er sú sama og Sigurður A. Magnússon notar á Helga Sæmundsson, og orðin „kellingar“ og „kellingabækur" má lesa hér á milli línanna. 24. desember, eða á sjálfan aðfangadag, birtir Alþýðublaðið langt við- tal við 10 kvenrithöfunda undir fyrirsögninni „Þær settu svip sinn á bóka- flóðið. Skáldkonur í jólabakstri“. Viðtalið sýnir svo ekki verður um villst hvaða skilning bæði blaðamaðurinn og einnig skáldkonurnar sjálfar hafa lagt í orðið „kerlingabækur“. En inngangurinn að viðtölunum hljóðar svo: Mikið hefur verið ritað og rætt um „kerlingarnar" íslenzku, sem leggja fyrir sig ritstörf. Þykir sumum við fá fullmikið af kerlingabókmennmnum og kvað einn gagnrýnandi svo fast að orði, að bókmenntir af þessu tagi bæru uppi íslenzka sagnagerð. Þótti honum illur smekkur mörlandans að gleypa við bókum, sem skrifaðar væru af kerlingum, sem varla væru sendibréfsfærar á íslenzku, og framleiðsla þeirra eftir því. Aðrir hafa tekið upp hanzkann fyrir kvenrithöfundana okkar og þótt ummæli sem þessi ómakleg, og talið að ekki væri hægt að draga allar konur, sem við ritstörf fást, í einn dilk, hvað hæfileika þeirra til ritstarfa snertir. Hvað sem þessum deilum líður er það víst, að konur leggja æ meiri skerf til bókmennta okkar, og á hverju ári bætast við fleiri og fleiri kvenrithöf- undar. Svo virðist, að eftir að kvenfólk einu sinni fer að skrifa bækur, þorni penninn þeirra varla upp frá því. Þessum orðum, sem vafalaust eru vel meint, þrátt fyrir hrapallega álykt- un í lokin, fylgja viðtöl við Þorbjörgu Arnadóttur, Ingibjörgu Jónsdóttur, Elinborgu Lárusdóttur, Guðrúnu frá Lundi, Ragnheiði Jónsdóttur, Guð- 385 2 5 TMM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.