Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 39

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 39
Helga Kress Bækur og „kellingabækur“ Þáttur í íslenskri bókmenntasögu Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona .. í 1. hefti Tímarits Máls og menningar þessa árs birtist „Látil athugasemd við sérstæða aðdróttun“ eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund og fyrrver- andi formann Rithöfundasambands Islands. Tilefni athugasemdarinnar eru nokkrar línur í inngangi mínum að safninu Draumur um veruleika, ís- lenskum sögum um og eftir konur (Mál og menning 1977), en þar nefni ég Sigurð í sambandi við orðið kerlingabækur sem um tíma einkenndi allar umræður um bókmenntir eftir konur. I þessum inngangi skipti ég sögu íslenskra kvennabókmennta í nokkur megintímabil, þar sem ég annars vegar tek mið af hinum ýmsu hreyfingum kvennabaráttunnar og hins vegar bókmenntastofnuninni svokölluðu, eða því bókmenntalega umhverfi sem kvenrithöfundar hafa átt við að etja á hverj- um tíma, og þar sem gildismat karlmanna hefur ráðið ríkjum. Þau um- mæli mín sem Sigurður gerir athugasemd við varða síðasta tímabil íslenskra kvennabókmennta, eða það sem nú stendur, og skulu þau tekin hér upp í heild: Lykilorð bókmenntastofnunarinnar um bókmenntir kvenna við upphaf þessa tímabils er orðið „kellingabækur". Má rekja hugmyndina til greinar eftir Sigurð A. Magnússon frá árinu 1964 sem ber nafnið „Engu að kvíða — kellingarnar bjarga þessu“. Ræðir hann þar framtíð íslenskra bókmennta, sem honum líst síður en svo vel á, enda varla von þar sem hann segir hana vera í „höndum einna 8 eða 10 kellinga sem fæstar eru sendibréfsfærar á ísiensku". í grein frá árinu eftir minnist hann á „hinar frægu „kerlinga- bækur“ síðustu ára“, sem sýnir að nafngiftin er orðin vel föst í sessi. Um tíma var þetta svo að segja á hvers manns vörum, og þótti ákaflega fyndið. Fyrir utan þá lítilsvirðingu á konum, og þá sérstaklega gömlum, sem í orð- inu felst, sýnir það opnari andstöðu gegn kvennabókmenntum en áður mátti sjá.2 2 4 TMM 369
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.