Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 89

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 89
Brot úr skólasögu þeim sem stóðust prófið voru aðeins 25 teknir inn í helgidóminn og leyft að skeiða leiðina til stúdentsprófs og þar með að hliði ímyndaðra mann- virðinga. Fyrir síðari heimsstyrjöld miðaðist æðri menntun meir við mann- virðingu en þjónustu. A árunum eftir 1920 var hér mikil aðsókn að mennta- skólunum miðað við fyrri tíð. Árið 1927 útskrifaðist frá MR 51 ný- stúdent, en slíkur fjöldi var áður óþekktur. Þar var þó ekki um að ræða nema ]/>% af þjóðinni. Árið eftir synjaði „Landstjórnin“, eins og segir í skýrslu um málið, 16 nemendum um inngöngu í MR, þótt þeir hefðu staðist inntökupróf. Teknir voru í eina stofu 25 nýnemar og alls ekki fleiri. Það er til stofa í þessari borg sem takmarkaði fjölda þeirra nemenda sem fengu að njóta æðri menntunar þegar ég var ungur. Mér finnst að það ætti að setja þessa stofu á byggðasafn, og reyndar húsið allt. Saga MR er m. a. saga um stórhug Dana og heimsku Islendinga. Árið 1928 gerðist það að nokkrir Reykvíkingar undu því ekki lengur að börnum þeirra væri vísað frá námi í Menntaskólanum og stofnuðu Gagnfræðaskóla Reykvíkinga og var hann sniðinn eftir gagnfræðadeild MR. Hér var því kominn vísir að menntaskóla, en því miður nefndist hann gagnfræðaskóli, en var ekki kenndur við sitt skólastig og nefndur menntaskóli. Að lokum lenti hann utan við skólakerfið og varð hálfgert vandræðabarn fræðsluyfirvalda. Stundum borgar sig ekki að vera hógvær og lítillátur. Ágúst H. Bjarnason prófessor var skólastjóri gagnfræðaskól- ans svonefnda. I tvo áramgi tók skólinn við þeim nemendum sem vísað var frá hinum virðulega Menntaskóla, þótt þeir hefðu fullgildar einkunnir til þess að stunda þar nám. Árið 1929 var 20 nemendum með réttindi vísað frá, 1930 27 og 1945 96. Þá, árið 1945, stóðust 126 nemendur inntökupróf í MR og 30 voru teknir inn í skólann í stað 25 áður. Þá dugði orðið lítið annað en ágætiseinkunn til þess að komast inn um gullna hliðið. Gagnfræðaskóli Reykvíkinga hafði jafnan verið til húsa í Iðnskólan- um gamla við Lækjargötu, en 1945 fékk hann Stýrimannaskólahúsið gamla við Oldugötu til afnota og þótti hagur sinn stórum betri. Þá tók einnig Knútur Arngrímsson við skólastjórn, en hann var mjög ötull og áhuga- samur skólamaður. Ágúst H. Bjarnason hætti hins vegar störfum sökum aldurs. Um haustið ákváðum við að gera atlögu að ríkisvaldinu, og ég get sagt við, af því að ég hóf kennslu við skólann 1943. Við höfðum þá mjög góðan og traustan 4. bekk, rúmlega 30 nemendur. Við sömdum við þá að hlaupast ekki frá okkur þótt einhverjir þeirra gætu troðist inn í MR, en við skyldum skila þeim til stúdentsprófs. Ég kenndi stúdents- 419
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.