Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 5
Ádrepur Félagshyggja á glapstigum. Mikið er kvartað um lélega fundasókn og lítinn félagslegan áhuga almenn- ings. Þeir sem vasast í félagsstarfsemi geta um það sagt margar sögur og leiðin- legar. Klerkar messa í tómum guðshúsum, stjórnmálamennirnir tala fyrir auð- um sölum og verkalýðsforingjar eiga í vandræðum með að halda löglega fundi vegna lélegrar mætingar. Sama er uppi á teningnum annars staðar í þjóðfélag- inu - fólk er haldið félagslegu sinnuleysi og deyfð. Menn draga almennt þá niðurstöðu af þessu að almenningur sé haldinn alvar- legum félagsleiða, en það er það sama og að segja almenning þreyttan á lýð- ræðinu okkar margrómaða. Okkar ófullkomna lýðræðisskipulag byggir að veru- legu leyti á víðtækum félagslegum samtökum og þátttöku almennings við mótun stefnu. Lýðræðisskipulag, hvort sem við tengjum framan við lýsingar- orðin borgaralegt eða sósíalískt, verður aldrei annað en fámennisstjórn - eða klíkustjórn - ef félagslegt atgervi almennings fær ekki að þroskast og komast ril ábyrgðar. Eitt af því sem einkennir tíma þá sem við lifum á er breytt afstaða manns gagnvart manni frá því sem áður var. Manneskjan var fyrr einangraðri í at- vinnulegu tilliti og meira upp á sjálfa sig komin en seinna varð. Með nokkuð grófri alhæfingu má segja að sjálfsþurftarbúskapur hafi verið ríkjandi búskapar- lag fyrr á öldum. Þá var það styrkur og dugnaður einstaklingsins - að sjálfsögðu innan ramma þeirrar þjóðfélagsgerðar og tíðaranda sem ríkti - sem mestu máli skipti um þróun samfélagsháttanna. Nú á tímum er þetta gjörbreytt. Sjálfsþurftarbúskapur er liðinn undir lok. Manneskjan er atvinnulega orðin hlekkur í samtvinnaðri og flókinni keðju þar sem hver er öðrum meira eða minna háður. Við lifum á afurðum sem aðrir hafa framleitt. Við ökum bílum, notum síma og klæðumst föttirn sem aðrir hafa búið til. Hlutur hvers og eins er fjarska smár og sést naumast nokkurn tíma berum augum. Við erum háð öðrum og á vissan hátt upp á samfélagið komin. Einstaklingarnir eru runnir saman í eina samfélagslega heild, þótt sprung- ur séu djúpar í þá heild. 339
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.