Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 15
Amerískar myndir Þetta kort sýnir svæði innan Bandaríkjanna sem nefnd á vegum Öld- ungadeildarinnar hefur flokkað sem neyðarástandssvæði vegna sultar og vannæringar. I mörgum héruðum er barnadauði meðal svertingja átta sinn- um það sem gerist meðal hvítra. Samkvæmt opinberum skýrslum eru hins vegar ekki margir sem deyja af sulti. Vannæring veikir nefnilega viðnáms- þrótt líkamans gegn sjúkdómum, svo að það sem skrifað er á dánarvott- orðið er t. d. lungnabólga. Meðalævi svartra Bandaríkjamanna er 10 árum skemmri en hvítra landa þeirra. Alls svelta 10 milljónir Bandaríkjamanna, það er tvöföld íbúatala Danmerkur. Ég veit ekki hvort menn geta gert sér í hugarlund hvaða spor slíkur sultur hefur markað í hugi fólks í gervallri sögu hinnar svörtu Ameríku, þ. e. a. s. þá hugi sem sulturinn hefur ekki beinlínis fordjarfað. Hvaða áhrif hefur það á sálir manna að verða stöðugt vitni að því að mæður sjái á eftir ungum börnum sínum í gröfina? Og hvers konar þjóðfélag er það sem fórnar milljörðum dollara í stálferlíki á hjólum en hefur ekki efni á að fæða börn sín? Já, eru það ekki í raun og veru þessi stálferlíki sem hafa étið þessi börn? Hvað segir það okkur ekki um forgangsröðun þessa þjóðfélags, að það hefur látið girða af bílakirkjugarðinn í baksýn, en ekki mannakirkjugarðinn fremst á myndinni? Auglýsingar, sem virðast hafa skapað þessa tilbúnu þörf fyrir bíla, fylgja Bandaríkjamönnum jafnvel í dauðann, útfararskrifstofurnar, sem eiga í harðri samkeppni, setja stimpil sinn á legsteininn. Vald auglýsinga er mik- ið, en hvers vegna megna þær þá ekki að fá fólk til að senda fé til þeirra sem svelta í Suðurríkjunum — svo ekki sé talað um þriðja heiminn? Kannski vegna þess að á okkur dynja í sífellu aðrar auglýsingar sem höfða til eigingirni okkar og segja okkur hvernig við getum hagnast sjálf af líf- inu. Kapítalisminn á sér lög sem flestir eiga erfitt með að greina, og hann semr sífellt mark sitt á líf hvers einstaklings án þess honum sjálfum sé það ljóst. Stöðugt dynur á mönnum áróðurinn um Rockefeller og aðra auðkýfinga sem hafa auðgast af eigin rammleik til dæmis um það að slíkt sé kleift. Sú óskaplega fátækt og þjáning sem þarf til þess að skapa mann á borð við Rockefeller fylgir ekki sögunni, og fólk á ekki alltaf auðvelt með að sjá þá hlið málsins. Að minnsta kosti er leiðinni til að ná árangri lýst þannig að hún sé mjög viðsjál og enginn komist á leiðarenda nema mark- viss og einbeittur maður sem hafi nauðsynlega hæfileika til að bera. Sigur- launin bíða í fjarska, en leiðin er einmanaleg og til að feta hana til enda 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.