Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 26
Tímarit Máls og menntngar Sagan er barmafull af leiftrandi lífi, eftirminnilegum persónum og fjar- stæðukenndum atvikum, gagnsýrð af kímni og heitri mannúð. Hugmyndir og hugsjónir klæðast mannlegu holdi, lífsferill persónanna verður sam- bland af broslegum harmi og sárgrætilegri gleði. Það er hinn guðdómlegi gleðileikur nútímalífs með öllum sínum óvæntu og afbrigðilegu uppá- komum sem Bellow hefur hér dregið upp með sterkum dráttum og ótrú- legri litagleði. Ef auðkenna ætti feril Bellows í fáum orðum mætti kannski segja að verk hans og sérstætt framlag til bókmenntanna felist ekki síst í þeirri tóntegund sem hann beitir — tóntegund þar sem saman fara formleg snilld, nær alger örvænting og ávæningur af von. Öll hans verk fjalla með einum hætti eða öðrum um það stef sem hann tók til meðferðar í fyrstu skáldsögu sinni, „Dangling Man“, einstakling sem af eðlishvöt eða ytri að- stæðum hefur dregið sig út úr skarkala heimsins og dinglar, ef svo má til orða taka, í lausu lofti milli heilans og hjartans og reynir af öllum mætti að gera sér skynsamlega grein fyrir mannheimi án þess að missa sjónar á því sem dýpst liggur í mannlegu eðli, því dýrslega, hvötunum. Bellow hefur sjálfur skilgreint vanda sinn í einni af sínum sárafáu ritgerðum með þessum orðum: „Við höfum svo fullkomlega afhjúpað blekkinguna um persónuleika mannsins að við getum tæplega haldið áfram á sömu braut. ... Því verður ekki neitað að maðurinn er ekki það sem almennt var talið fyrir hundrað árum. Hann er eitthvað. Hvað er hann?“ Segja má að upplausn persónuleikans eða réttara sagt sundurleitt og sundurlaust eðli hans sé eitt meginstef bandarískra bókmennta eftir stríð, og þetta stef hefur reyndar fundið hljómgrunn í bókmenntum um heim allan. Ef til vill hefur enginn bandarískur höfundur fjallað um það af meiri ástríðu, dirfsku og einbeitni en Norman Mailer, sem fæddist í New York árið 1925 og ólst þar upp í gyðingahverfi þar til hann hélt til náms við Harvard-háskóla með þeim ásetningi að gerast arkítekt. En stéttaskipting og kynþáttafordómar í þeirri virðulegu stofnun áttu stærstan þátt í því að hann sneri sér að ritstörfum. Almennt er talið að enginn einn rithöfundur í Bandaríkjunum sé í sama mæli persónugervingur síns samtíma og Nor- man Mailer. Hann hefur í senn lifað samtíma sinn og skrifað um hann af 356
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.