Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 79

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 79
Hefð og nýjungar í íslenskum skáldskap á 20. öld dæmi um þetta nefnir Kári að konungar íslendingasagna voru mennskir menn eins og þeir Islendingar sem heimsóttu þá, en þeir verða nú ofur- menni, stöðluð manngerð. Það þarf að ýkja til að ná áhrifum, fólk er búið að missa sambandið. Sagnadansar urðu aldrei verulega rótfastir á íslandi vegna þess að um sama leyti og við hlið þeirra komu rímurnar upp, sem virtust uppfylla bet- ur þarfir þjóðarinnar. Rímurnar entust vel, þær voru vinsælasta skáldskapargrein meðal þjóðar- innar í sex hundruð ár. En þessi sigurganga hefur sína dökku hlið, segir Kári, því hún þýðir að menningin var stöðnuð. Með tímanum færðust rím- urnar fjær dönsum og nær dróttkvæðum, lögðu sífellt meiri áherslu á formið. Eftir því sem eymdin varð meiri á hinum myrku öldum því dýrar voru rímurnar kveðnar. „Því rýrari verður í aski / því dýrari háttur á tungu...,“ segir Jóhannes úr Kötlum löngu síðar. Kári rekur áhrif siðskipta á íslenskar bókmenntir, og þótt hann dragi ekki úr illum áhrifum kirkjunnar á mannlíf í landinu telur hann að með lúthersku hafi borist þau erlendu áhrif sem nægðu til að gera 17. öldina að ríkulegri bókmenntaöld en verið hafði hér síðan á 13. öld, enda voru nú líka róstur í landi, galdrabrennur, verslunarhöft, harðæri, kynlífskúgun móralskra meistara. I ljóðagerðinni varð sú breyting að skáld hugðu meira að innhaldi en formi, þau fóru að horfa meira inn á við og yrkja meira um tilfinningar sínar en verið hafði, sem afmr á rætur í eðlismun á lútherskri og kaþólskri trú. I kaþólskri trú gátu menn keypt sér syndaaflausn, en lútherstrúarmenn öðlast eilífa frelsun fyrir fagrar hugsanir, trú og iðrun. Þeir urðu þess vegna að skoða sitt sálarlíf. Frægast dæmi um slíkt eintal sálarinnar í íslenskum 17. aldar skáldskap eru Passíusálmar Hallgríms Péturssonar: Upp, upp mín sál og allt mitt geð... Til hliðar við lútherskan sálmakveðskap og hans innhverfu sjálfsskoðun blómstruðu rímurnar síflóknari í formi og innihaldslausari, sömu bardög- unum lýst á sískrautlegri hátt. En til hliðar við þær, til vinstri við þær, eins og Kári kýs að segja, spruttu upp greinar eins og öfugmælavísur sem nokkurs konar samsvörun við þjóðsögurnar og endurspegla oft eins og þær ástandið í landsmálum. Það má líta á öfugmælavísurnar sem meinlaus gamanmál, en Kári vill líta á þær sem dulbúna gagnrýni á landsmálin. Tækni þeirra hefur verið notuð af kúguðum þjóðum hvarvetna til að koma skoðunum á framfæri án þess að hljóta brigsl fyrir. Þegar búið er að gera 409
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.