Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 57
Btskur og „kellingabeekuf“
í M.orgunblaðinu 3. febrúar 1965 birtist „Sendibréf. Til bókmenntapáfa.
Frá einni af „kellingunum“ sem reyndist vera Guðrún Jakobsen. Bréf
sitt byrjar hún með þessum orðum:
Eg vildi nú fyrst þakka ykkur, ágætu bókarýnendur, sem bæði beinlínis
og óbeinlínis hafið stuðlað að því að veita okkur skáldkonum landsins ríf-
legar auglýsingar undanfarnar vikur, ekki aðeins í f jölda greina heldur einnig
í vísum og bara vel gerðum skopteikningum.
Alyktunarorð hennar eru allrar athygli verð og líklega alveg hárrétt:
Ekki get ég ímyndað mér hvað það er sem veldur hinni neikvæðu afstöðu
ykkar gagnvart okkur konum sem bækur skrifa. Lélegt ritverk hefur aldrei
valdið fjaðrafoki.
Hvað amar þá að?
Vorum við of margar konurnar sem gáfum út bækur síðastliðið ár?
Lízt karlkyninu ekki á blikuna?
(Lemrbr. mín).
„Kerlingar' og kvenritköfundar í bókmenntagagnrýni.
Eins og sjá má af uppslætti blaðanna féll hugmyndin um „kerlingar“ og
„kerlingabækur" síður en svo í grýtta jörð, enda eingöngu sett í samband
við konur og bókmenntastörf þeirra. Upp af henni spratt bæði meiri og
ákafari umræða um íslenskar kvennabókmenntir en áður eru dæmi um í
bókmenntasögunni. Orðin „kerling“ og „kerlingabækur" voru um skeið
nánast fastir innanstokksmunir í upphafi hverrar umfjöllunar um verk
eftir konu, og voru notuð sem tegundarheiti á kvenrithöfundum og kvenna-
bókmenntum. Eitt aðaleinkenni á ritdómum og öðrum skrifum um bók-
menntir kvenna var alhæfingin. Um kvenrithöfunda var fjallað sem konur,
en ekki sem rithöfunda. Þegar best lét voru þær bornar saman innbyrðis,
og gekk þá jákvæður ritdómur gjarnan út á að sanna, að viðkomandi kven-
rithöfundur væri undantekning frá reglunni, sem voru „kerlingarnar“, kyn-
systur hennar.
I beinu tilefni af ritdeilu þeirra Sigurðar A. Magnússonar og Helga Sæ-
mundssonar skrifar Olafur Jónsson greinina „Kvennamál“ í Alþýðublaðið
11. desember 1964. Hefst hún svo:
Ekki ætla ég mér þátttöku í annarra manna deilum um það hvort íslenzk-
ar bókmenntir séu einhvers konar einkamál fleiri eða færri „kerlinga" —
né þá heldur hvort sú þjóð gangi áreiðanlega öll í pilsum. En það fer ekki
387