Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 27
Banadarísk sagnagerð eftir setnna stríð meiri einurð, hispursleysi, hugarflugi og uppreisnarhneigð en nokkur annar. Þó hann hafi skrifað fleiri en eina bók sem telja má til meistaraverka, þá er andleg stærð hans miklu fremur fólgin í þeim samruna lífs og listar sem allt æviverk hans er órækur vottur um. Á svipaðan hátt og Heming- way hefur hann gert sjálfan æviferil sinn að nokkurs konar þjóðsögu, en hann hefur komist langt fram úr meistaranum því hann hefur á skilmerki- legan og vekjandi hátt fjallað um öll hin stóru vandamál samtíðarinnar, ekki aðeins í skáldsögum heldur einnig í bókum um stjórnmál, félagsmál, heimspeki, kynferðismál og margt fleira. í öllu sem hann sendir frá sér kemur fram óseðjandi þörf til að ganga á hólm við söguna, náttúruna, sam- félagið, heiminn allan, í því skyni að finna örlögum mannsins á jörðinni háleitara, marktækara og manneskjulegra form. I rimm hans fer saman rómantískur hetjuskapur, andlegt hugrekki, leiftrandi andagift, stórbrotið skopskyn og eitthvað í ætt við kynferðislega skynjun á innsta eðli tilver- unnar. I einum skilningi lítur hann á veröldina sem vígvöll guðs og djöfuls, þar sem maðurinn hefur sínu ótvíræða og mikilvæga baráttuhlut- verki að gegna. Að hans mati velmr allt á því hvers eðlis það vald er sem ræður örlögum okkar frá degi til dags. Einmitt af þeim sökum hefur Mailer tekið virkan þátt í stjórnmálum og jafnvel verið í framboði til forseta- kosninga. Hann hefur margoft skipt um pólitískar sannfæringar, verið frjálslyndur umbótasinni marxisti, hippi og stjórnleysingi og telur sig nú til hinnar nýju vinstrihreyfingar vestanhafs. Hann hefur staðfastlega og linnulaust barist gegn þeim teknókrömm og stórfyrirtækjum sem í reynd fara með völd í Bandaríkjunum og hann líkir við krabbamein í þjóðar- líkamanum. Lífsneisti hvers einstaklings og hvers samfélags felst að hans mati í ástinni, áhætmnni og hinu óhefta hugarflugi. Norman Mailer hóf feril sinn 23 ára gamall með metsölubókinni „The Naked and the Dead“ (1948), sem af flestum er talin eitt besta bandarískt skáldverk um seinni heimsstyrjöld. Sagan gerist á eyju í Kyrrahafi og lýsir herbúðalífi á ákaflega nakinn og nærgöngulan hátt. Um leið og hún dregur upp hrollvekjandi mynd af hráu og handahófskenndu lífi hermanna á stríðs- ámnum og glundroðanum í sjálfum hernaðinum, speglar hún þær póli- tísku andstæður sem áttu eftir að setja svo sterkan svip á árin eftir styrj- öldina. Átök sögunnar em persónugerð í þremur einstaklingum: framsýn- nm en einræðishneigðum hershöfðingja, frjálslyndum yfirforingja sem er mannhatari og undirforingja sem er einsýnn og öfgafullur einstaklings- hyggjumaður. Óhugnaður, ósigrar og tortíming em daglegt brauð manna 357
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.