Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 81
Hefð og nýjungar í íslenskum skáldskap á 20. öld
eðlilegri. Einkennandi fyrir alla 19. öld var þó einkum hvað boðskapur
og hugmyndir skiptu miklu máli en formið litlu. Þennan boðskap hefði
márt orða betur í óbundnu máli, en bæði hafði það ekki óslitna hefð að
baki eins og ljóðagerðin, og svo hafði skáldskapurinn alltaf verið til að
nota hann, til gagns, allt frá upphafi sínu í galdri.
Þessu hlutverki sínu sem farvegur fyrir hugmyndir og hugsjónir í breið-
um lomlöngum ljóðlínum eða liprum órímuðum edduhátmm gegndi Ijóð-
listin fram yfir aldamót án þess að bakslag yrði. Þá náði þessi efnismikli
skáldskapur hámarki í kveðskap Stephans G. og Einars Benediktssonar sem
báðir höfðu mikinn áhuga á því sem var að gerast í heiminum og töldu
sig gera sitt til að heimurinn yrði skárri verustaður. Kári lýkur bókmennta-
yfirliti sínu á kveðskap þeirra beggja og snýr sér svo að 20. öldinni.
Kári býst nú til að heimfæra kenningu sína upp á ljóðagerð 20. aldar
og þróun hennar. Stuttu eftir aldamót, segir hann, færist áherslan á formið,
snýst svo skyndilega á innihald upp úr 1930 — en eftir heimsstyrjöldina
síðari kemur fram ljóðlist sem sker á allar markalínur milli þessara tveggja
póla og sameinar efni og innihald á æðra sviði. Tesuna kallar Kári lýrisma,
antitesuna raunsæisstefnu, og syntesan er módernismi.
Með þróun kapítalismans og vexti og viðgangi nýrrar íslenskrar borg-
arastéttar urðu miklar efnahagslegar framfarir hér á landi í lok 19. aldar
og byrjun þeirrar 20. Skáld 19. aldar höfðu hvatt til þessara framfara og
smtt þær með ráðum og dáð, en þegar kemur fram á öldina tuttugustu
þurfa framfarirnar skáldanna ekki lengur með, þær geta séð um sig sjálfar.
Þau ungu skáld sem finna straumana í tímanum hætta því við að yrkja
efnismikil hugsjónakvæði í anda Matthíasar og Einars Ben., fara þess í stað
að leggja rækt við formið og tjá eigin tilfinningar.
Þessa stefnu í ljóðagerðinni þekkjum við úr bókmenntasögunni undir
nafninu nýrómantík, en Kári kallar hana lýrisma. (Raunar er fróðlegt að
lesa yfirgripsmikið verk um íslenskar bókmenntir án þess að rekast á hin
margþvældu og ómarkvissu hugtök rómantík og nýrómantík.) Skáld lýr-
ismans ortu ljóð sem höfða beint til tilfinninganna án þess að vitið þurfi
fyrst að skilja meiningu þeirra. Meðal frumkvöðla þessarar lýrísku stefnu
telur Kári Þorstein Erlingsson, Sigurjón Friðjónsson, Huldu, Jóhann Gunn-
ar Sigurðsson og Jóhann Sigurjónsson, en þeir sem bera hana fram til sigurs
meðal almennings eru Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson. Þeir láta
sér ekki nægja að yrkja um tilfinningar heldur reyna líka að hafa bein
411