Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Page 81
Hefð og nýjungar í íslenskum skáldskap á 20. öld eðlilegri. Einkennandi fyrir alla 19. öld var þó einkum hvað boðskapur og hugmyndir skiptu miklu máli en formið litlu. Þennan boðskap hefði márt orða betur í óbundnu máli, en bæði hafði það ekki óslitna hefð að baki eins og ljóðagerðin, og svo hafði skáldskapurinn alltaf verið til að nota hann, til gagns, allt frá upphafi sínu í galdri. Þessu hlutverki sínu sem farvegur fyrir hugmyndir og hugsjónir í breið- um lomlöngum ljóðlínum eða liprum órímuðum edduhátmm gegndi Ijóð- listin fram yfir aldamót án þess að bakslag yrði. Þá náði þessi efnismikli skáldskapur hámarki í kveðskap Stephans G. og Einars Benediktssonar sem báðir höfðu mikinn áhuga á því sem var að gerast í heiminum og töldu sig gera sitt til að heimurinn yrði skárri verustaður. Kári lýkur bókmennta- yfirliti sínu á kveðskap þeirra beggja og snýr sér svo að 20. öldinni. Kári býst nú til að heimfæra kenningu sína upp á ljóðagerð 20. aldar og þróun hennar. Stuttu eftir aldamót, segir hann, færist áherslan á formið, snýst svo skyndilega á innihald upp úr 1930 — en eftir heimsstyrjöldina síðari kemur fram ljóðlist sem sker á allar markalínur milli þessara tveggja póla og sameinar efni og innihald á æðra sviði. Tesuna kallar Kári lýrisma, antitesuna raunsæisstefnu, og syntesan er módernismi. Með þróun kapítalismans og vexti og viðgangi nýrrar íslenskrar borg- arastéttar urðu miklar efnahagslegar framfarir hér á landi í lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. Skáld 19. aldar höfðu hvatt til þessara framfara og smtt þær með ráðum og dáð, en þegar kemur fram á öldina tuttugustu þurfa framfarirnar skáldanna ekki lengur með, þær geta séð um sig sjálfar. Þau ungu skáld sem finna straumana í tímanum hætta því við að yrkja efnismikil hugsjónakvæði í anda Matthíasar og Einars Ben., fara þess í stað að leggja rækt við formið og tjá eigin tilfinningar. Þessa stefnu í ljóðagerðinni þekkjum við úr bókmenntasögunni undir nafninu nýrómantík, en Kári kallar hana lýrisma. (Raunar er fróðlegt að lesa yfirgripsmikið verk um íslenskar bókmenntir án þess að rekast á hin margþvældu og ómarkvissu hugtök rómantík og nýrómantík.) Skáld lýr- ismans ortu ljóð sem höfða beint til tilfinninganna án þess að vitið þurfi fyrst að skilja meiningu þeirra. Meðal frumkvöðla þessarar lýrísku stefnu telur Kári Þorstein Erlingsson, Sigurjón Friðjónsson, Huldu, Jóhann Gunn- ar Sigurðsson og Jóhann Sigurjónsson, en þeir sem bera hana fram til sigurs meðal almennings eru Stefán frá Hvítadal og Davíð Stefánsson. Þeir láta sér ekki nægja að yrkja um tilfinningar heldur reyna líka að hafa bein 411
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.