Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Side 39
Helga Kress
Bækur og „kellingabækur“
Þáttur í íslenskri bókmenntasögu
Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona ..
í 1. hefti Tímarits Máls og menningar þessa árs birtist „Látil athugasemd
við sérstæða aðdróttun“ eftir Sigurð A. Magnússon rithöfund og fyrrver-
andi formann Rithöfundasambands Islands. Tilefni athugasemdarinnar eru
nokkrar línur í inngangi mínum að safninu Draumur um veruleika, ís-
lenskum sögum um og eftir konur (Mál og menning 1977), en þar nefni
ég Sigurð í sambandi við orðið kerlingabækur sem um tíma einkenndi allar
umræður um bókmenntir eftir konur.
I þessum inngangi skipti ég sögu íslenskra kvennabókmennta í nokkur
megintímabil, þar sem ég annars vegar tek mið af hinum ýmsu hreyfingum
kvennabaráttunnar og hins vegar bókmenntastofnuninni svokölluðu, eða því
bókmenntalega umhverfi sem kvenrithöfundar hafa átt við að etja á hverj-
um tíma, og þar sem gildismat karlmanna hefur ráðið ríkjum. Þau um-
mæli mín sem Sigurður gerir athugasemd við varða síðasta tímabil íslenskra
kvennabókmennta, eða það sem nú stendur, og skulu þau tekin hér upp í
heild:
Lykilorð bókmenntastofnunarinnar um bókmenntir kvenna við upphaf
þessa tímabils er orðið „kellingabækur". Má rekja hugmyndina til greinar
eftir Sigurð A. Magnússon frá árinu 1964 sem ber nafnið „Engu að kvíða
— kellingarnar bjarga þessu“. Ræðir hann þar framtíð íslenskra bókmennta,
sem honum líst síður en svo vel á, enda varla von þar sem hann segir hana
vera í „höndum einna 8 eða 10 kellinga sem fæstar eru sendibréfsfærar á
ísiensku". í grein frá árinu eftir minnist hann á „hinar frægu „kerlinga-
bækur“ síðustu ára“, sem sýnir að nafngiftin er orðin vel föst í sessi. Um
tíma var þetta svo að segja á hvers manns vörum, og þótti ákaflega fyndið.
Fyrir utan þá lítilsvirðingu á konum, og þá sérstaklega gömlum, sem í orð-
inu felst, sýnir það opnari andstöðu gegn kvennabókmenntum en áður mátti
sjá.2
2 4 TMM
369