Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 11
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 40. ÁRG. • 1. HEFTI • MARS 1979
Jakob Benediktsson
Halldór Stefánsson
Kveðjuorð við útför hans
Vinur okkar, Halldór Stefánsson, hefur nú goldið þá skuld sem við eigum
öll eftir að greiða. Og hann hefur goldið þá skuld með sóma; hann átti að
baki langa og starfsama ævi, skilaði stærra og merkilegra dagsverki en
margur sem meira var hampað í augum almennings. „Vel lifði sá sem lítið
bar á“, sögðu þeir gömlu, og það átti við um Halldór Stefánsson. Honum
var allra manna minnst um það gefið að láta á sér bera; látleysi og hlé-
drægni voru honum í blóð borin. Því fór þó fjarri að hann gæti ekki tekið
ákveðna afstöðu eða væri reikull í skoðunum. Hann var, a. m. k. eftir að
hann kom heim frá Berlínardvöl sinni 1930, alla tíð eindreginn sósíalisti og
dró aldrei dul á þá sannfæringu sína né hvikaði frá henni. En hann var
ekki bardagamaður af þeirri gerð sem stjórnar áhlaupi og skipar sér í fylk-
ingarbrjóst; hinsvegar var hann einn hinna traustu liðsmanna sem hverjum
foringja eru ómissandi, einn þeirra sem aldrei brugðust, hvað sem yfir dundi.
Lengst af ævinnar stundaði Halldór atvinnu sem var víðs fjarri áhuga-
málum hans, svo að þeim varð hann að sinna í tómsmndum einum.
Þegar hann fluttist til Reykjavíkur gerðist þó tvennt sem segja má að
hafi skipt sköpum um síðari hluta ævi hans. Annarsvegar eignaðist hann sína
ágætu konu, Gunnþórunni Karlsdóttur, sem varð honum tryggur lífsföru-
nautur, allt þangað til hún lést fyrir tæpum fimm árum. Heimili þeirra
varð sá griðastaður sem gerði Halldóri fært að vinna þau verk sem lengi
munu halda nafni hans á lofti. Hinsvegar komst hann fljótt í samband við
þann hóp róttækra rithöfunda sem myndaðist í Reykjavík undir forustu
Kristins Andréssonar á árunum upp úr 1932, og varð þar þegar í upphafi
1 TMM
1