Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 13
Halldór Stefánsson
hans. Þar lagði hann fram alla hæfileika sína, allan skilning sinn á fólki
og þjóðfélagslegum aðstæðum þess. Afköst hans á þessu sviði voru furðu-
lega mikil, þegar þess er gætt að hann gat ekki helgað sig þeirri íþrótt sem
hugur hans stóð til nema í knöppum tómstundum, lengi vel helst á næt-
urnar. I einni sögu Halldórs stendur þessi setning: „Það fer alltaf illa
fyrir þeim ... sem fleygja listinni til þess að hafa atvinnu". Halldór fleygði
aldrei listinni; honum hefði vafalaust verið auðvelt að nota þann tíma
til einhverrar tekjuöflunar sem hann varði til listsköpunar, en það kom
honum aldrei til hugar. Listin var honum lífsnauðsyn og um leið sá vett-
vangur þar sem hann lagði fram sinn skerf til baráttunnar fyrir fegurra
og betra mannlífi. Hann gerði þetta á sinn hógværa hátt; í bókum hans er
ekki blásið í lúðra; fljótt á litið eru þar ekki hádramatísk átök eða stór-
brotnar persónur á borgaralegan mælikvarða. En honum var lagin sú
íþrótt að skapa mikla list úr hversdagslegum viðburðum. Söguefni hans
geta smndum við fyrsm sýn virst harla fábrotin, persónurnar lítilsigldar,
viðburðir ekki sögulegir. En þetta á eingöngu við ytra borð sagnanna. Stíll
Halldórs og frásagnarhátmr er látlaus og hlédrægur, en svo hnitmiðaður
við að segja ávallt minna en efni standa til, draga úr í staðinn fyrir að
ýkja, að fyrr en varir er lesandinn farinn að geta í eyðurnar, lifa sög-
una sjálfur, og sagan rís í dramatískri spennu, fær merkingu íangt út yfir
það sem felst í orðunum sjálfum; það sem í fyrsm virtist ómerkilegur at-
burður verður drama á heimsmælikvarða.
Dvöl Halldórs í Berlín á þeim umbrotaárum sem þar vom kringum
1930 skerpti án efa sýn hans á þjóðfélagslegum andstæðum og vandamál-
um sem þar vom augljósari og hatrammari en heima á Islandi, enda má
víða sjá þess merki í sögum hans. En skilningur hans á þjóðfélagslegum
fyrirbærum nútímans átti sér fleiri og dýpri rætur, í lífsreynslu hans sjálfs,
kynnum hans af sósíalisma og í víðtækum lestri samtíðarbókmennta. En
þó að Halldór hafi margt lært af bókum varð hann aldrei sporgengill
annarra höfunda, heldur fór sínar eigin leiðir. Sögupersónur hans vora fólk
sem hann þekkti úr margvíslegum þjóðfélagshópum, úr sveimm og sjávar-
þorpum, úr erlendum stórborgum og úr Reykjavík. Persónur hans era
aldrei í lausu lofti; þær era ávallt skorðaðar í þjóðfélagslegu umhverfi.
Með örfáum en markvissum dráttum tókst honum oftast að gera grein
fyrir þjóðfélagsafstöðu fólksins sem hann lýsir og áhrifum kerfisins á
breytni þess og örlög. En þó að Halldór væri gagnrýnn á bresti þjóðfélags-
ins var ádeila hans aldrei bein eða einhliða. Meginatriðið er venjulega
d