Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 16
Adrepur Um þetta hefti Þetta Tímaritshefti hefur verið lengur á leiðinni en ætlunin var, af ýmsum orsökum, og á þeim tíma sem liðið hefur milli setningar og prentunar hafa ófyrirséðir atburðir dunið yfir. Greinarnar um Indókína eru að sjálfsögðu skrif- aðar áður en Kínverjar réðust inn í Víetnam og áður en menn óraði fyrir slík- um ótíðindum. Greinarnar halda þó gildi sínu í öllum meginatriðum, og eftir á að hyggja hafa síðustu atburðir einmitt rennt stoðum undir margt sem þar er sagt. Skemmtilegra hefði verið að hnýta nú við dálitlum eftirmála, en prent- verkið er skipulagt þannig að slíkt væri ekki vinnandi vegur. Það hefur verið yfirlýst stefna Tímaritsins undanfarið að helga það að veru- legu leyti tímabærum viðfangsefnum, menningarlegum og pólitískum deilu- málum líðandi stundar. En þrátt fyrir tiltölulega hraðan gang gegnum prent- smiðju og bókband líða yfirleitt a. m. k. tveir mánuðir frá því allt efni er til- búið til setningar þar til prentun er lokið. Tímaritið er því óneitanlega svifa- seinn umræðuvettvangur, en á hinn bóginn hljóta greinar sem hér birtast að vera að öðru jöfnu talsvert grundaðri en samsvarandi dagblaðagreinar. Og enda þótt ádrepurnar eigi sér nánar hliðstæður í dagskrárgreinum dagblaða þykir okkur eftirsjá að þeim pistlum þótt langt líði á milli og minni stundum á tröllin sem töluðust við á sjö ára fresti. Nýjar galdrabrennur? Ein furðulegasta uppákoma þessa vetrar var upphlaupið á jólum vegna bókar- innar Félagi Jesús eftir Sven Wernström. Þessi viðbrögð komu flatt upp á alla aðstandendur bókarinnar. Að vísu höfðum við haft óljósar fregnir af því að ofsatrúarmenn í Danmörku hefðu staðið að málaferlum gegn þessari bók þegar hún kom þar út, en engum kom í hug að neitt svipað gæti gerst hér, enda sáum við ekki að bókin gæfi tilefni til þess. Allra síst höfðum við hugmynd um að þjóðin ætti svo mörgum „guðsmönnum" á að skipa á ólíklegusm stöðum. Við vissum heldur ekki að þetta væri aðeins upphafið að meiri háttar „krossferð", krossferð sem hefur síðan tekið á sig æ ógeðfelldari myndir. Nú í byrjun þessa árs lagði frú Ragnhildur Helgadóttir fram á alþingi fmm- varp til breytingar á grunnskólalögum. Það frumvarp er tvíþætt. Annar hluti þess er nátengdur málflutningnum í sambandi við Félaga Jesús, nema hvað þar er fjallað um „innrætingu" í skólum, ekki bókum. Við 2. grein grunnskólalaga, þar sem lögð er áhersla á að skólanum beri að temja nemendum sínum víðsýni og sjálfstæða hugsun, vill frúin hnýta þessari klausu: 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.