Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 16
Adrepur
Um þetta hefti
Þetta Tímaritshefti hefur verið lengur á leiðinni en ætlunin var, af ýmsum
orsökum, og á þeim tíma sem liðið hefur milli setningar og prentunar hafa
ófyrirséðir atburðir dunið yfir. Greinarnar um Indókína eru að sjálfsögðu skrif-
aðar áður en Kínverjar réðust inn í Víetnam og áður en menn óraði fyrir slík-
um ótíðindum. Greinarnar halda þó gildi sínu í öllum meginatriðum, og eftir
á að hyggja hafa síðustu atburðir einmitt rennt stoðum undir margt sem þar
er sagt. Skemmtilegra hefði verið að hnýta nú við dálitlum eftirmála, en prent-
verkið er skipulagt þannig að slíkt væri ekki vinnandi vegur.
Það hefur verið yfirlýst stefna Tímaritsins undanfarið að helga það að veru-
legu leyti tímabærum viðfangsefnum, menningarlegum og pólitískum deilu-
málum líðandi stundar. En þrátt fyrir tiltölulega hraðan gang gegnum prent-
smiðju og bókband líða yfirleitt a. m. k. tveir mánuðir frá því allt efni er til-
búið til setningar þar til prentun er lokið. Tímaritið er því óneitanlega svifa-
seinn umræðuvettvangur, en á hinn bóginn hljóta greinar sem hér birtast að
vera að öðru jöfnu talsvert grundaðri en samsvarandi dagblaðagreinar. Og enda
þótt ádrepurnar eigi sér nánar hliðstæður í dagskrárgreinum dagblaða þykir
okkur eftirsjá að þeim pistlum þótt langt líði á milli og minni stundum á
tröllin sem töluðust við á sjö ára fresti.
Nýjar galdrabrennur?
Ein furðulegasta uppákoma þessa vetrar var upphlaupið á jólum vegna bókar-
innar Félagi Jesús eftir Sven Wernström. Þessi viðbrögð komu flatt upp á alla
aðstandendur bókarinnar. Að vísu höfðum við haft óljósar fregnir af því að
ofsatrúarmenn í Danmörku hefðu staðið að málaferlum gegn þessari bók þegar
hún kom þar út, en engum kom í hug að neitt svipað gæti gerst hér, enda sáum
við ekki að bókin gæfi tilefni til þess. Allra síst höfðum við hugmynd um að
þjóðin ætti svo mörgum „guðsmönnum" á að skipa á ólíklegusm stöðum. Við
vissum heldur ekki að þetta væri aðeins upphafið að meiri háttar „krossferð",
krossferð sem hefur síðan tekið á sig æ ógeðfelldari myndir.
Nú í byrjun þessa árs lagði frú Ragnhildur Helgadóttir fram á alþingi fmm-
varp til breytingar á grunnskólalögum. Það frumvarp er tvíþætt. Annar hluti
þess er nátengdur málflutningnum í sambandi við Félaga Jesús, nema hvað þar
er fjallað um „innrætingu" í skólum, ekki bókum. Við 2. grein grunnskólalaga,
þar sem lögð er áhersla á að skólanum beri að temja nemendum sínum víðsýni
og sjálfstæða hugsun, vill frúin hnýta þessari klausu:
6