Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Qupperneq 18
Tímarit Mdls og menningar
Við byggðum þessa ákvörðun á því grundvallarviðhorfi að ekki sé réttlætan-
legt á tímum tölvuúrvinnslu að safna svo persónulegum upplýsingum um
nafngreinda einstaklinga, auk þess hefðu skóla- og borgaryfirvöld verið ólík-
leg til að gefa leyfi til upplýsingasöfnunarinnar ef hægt hefði verið að rekja
einstök svör aftur til tiltekinna nemenda. Ennfremur óttuðumst við hugsan-
lega andstöðu eða neikvæð viðbrögð almennings. Félagslegar rannsóknir eru
á byrjunarstigi á Islandi, svo að neikvæð viðbrögð gagnvart okkar rannsókn
kynnu að torvelda framkvæmd rannsóknarverkefna í framtíðinni. Mikilvægt
er að hafa í huga að íbúatala íslands er aðeins 220.000 svo að upplýsingar
um einkahagi eru mun viðkvæmari og vandmeðfarnari en í stærri sam-
félögum (Ásgeir Sigurgestsson: Ungdom og seksualitet, 15).
Hvergi í greinargerð með frumvarpinu né í framsögu fyrir því minnist
Ragnhildur Helgadóttir einu orði á þessa nafnleynd, enda er markmiðið það
að gera könnunina eins tortryggilega og unnt er. Og þegar ekki verður lengur
leynt vitnar hún í „sérfræðing" sinn um það að nafnleyndin sé í rauninni blekk-
ing.
Á umræðufundi Hvatar og Heimdallar um „friðhelgi einkalífsins" kom sér-
fræðingurinn fram, sjálfur dr. Ragnar Ingimarsson. Ræða hans er rakin í
Morgunblaðinu 25. febrúar. Hann kallar þar könnunina „mjög alvarlega að-
gerð“ og rekur í löngu máli hvernig unnt sé að gera nafnleyndina að engu og
lýsir því hugsanlegu verki af mikilli innlifun:
Byrjum á því að flokka spurningaskrárnar í bunka eftir fæðingarmánuði og
ári, og eftir kyni... Utvegum okkur nú skrá yfir nöfn og heimilisföng
þeirra rúmlega 1400 barna sem voru á 8. námsári veturinn 1975-76...
Færum heimilisfang og nafn hvers barns á sérstakt spjald. Flettum upp í
íbúaskrá Reykjavíkur... Til frekari glöggvunar getum við flett upp í síma-
skrá... Færum allar þessar upplýsingar inn á spjaldið sem gert var fyrir
hvert barn. Flokkum nú spjöldin... Það þarf enga tölvu til að framkvæma
þessa flokkun ... O. s. frv.
Og til hvers í ósköpunum ættu stúdentarnir að vera að leggja allt þetta á sig?
(Ragnar Ingimarsson heldur því að vísu fram að það taki aðeins nokkrar
mínútur í höndunum(!), en hann hefur þá fengið æfingu í lagi). Jú, prófessor-
inn hefur líka svar við því:
I spurningaskrám er ýtarlega spurt um afstöðu barnsins til fíkniefna. Ekki
væri ónýtt fyrir fíkniefnasala að hafa þessar upplýsingar til að ná tökum á
viðkomandi; ýtarleg svör um afbrot, afstöðu til lagabrota, kynferðismál,
skapferli, innræti og hugsunarhátt viðkomandi má auðveldlega nota til þving-
ana gagnvart þessum unglingum - jafnvel mörgum árum eftir að könnunin
var gerð.
í þessum orðum er fólgin fádæma rætin aðdróttun í garð þeirra námsmanna
sem stóðu að könnuninni án þess þeir hafi gefið nokkurt minnsta tilefni til.
Að vísu baktryggir sérfræðingurinn sig, kannski fyrir málaferlum, þar sem
8