Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 19
Adrepur hann segist ekki gera því skóna að þeir sem að könnuninni stóðu hafi ætlað að misnota gögnin. En hvers vegna var hún þá „alvarleg aðgerð“, og hvernig ber þá að skilja orð eins og þessi: Nafnleyndin er augljóslega blekking ein, og aðeins til þess fallin að tæla börnin til að gefa upplýsingar sem þau e. t. v. hefðu annars ekki gefið. Sjálfsagt er að gera strangar siðferðilegar kröfur til slíkra kannana, en það verða að vera sanngjarnar kröfur. Markmiðið með þessu brambolti er augljós- lega það að gera félagslegar kannanir tortryggilegar og brennimerkja þá sem að slíkum könnunum standa, ekki síst ef grunur leikur á að þeir séu vinstri sinnaðir. Læknar, þ. á m. geðlæknar, vinna rannsóknaverkefni upp úr sjúkraskrám spítalanna, sem eru trúnaðarmál, án þess að spyrja kóng eða prest, hvað þá leita leyfis viðkomandi sjúklinga eða fjölskyldna þeirra. Enginn hefur gert athuga- semdir við slíkt. Þar er um að ræða rannsóknir á einstaklingum, slitnum úr félagslegu samhengi. Aðeins ef könnunin nær til samfélagsins bregða menn við hart og títt. Þá er málið orðið pólitískt. Slíkar rannsóknir gætu dregið óþægi- legar staðreyndir fram í dagsljósið t. d. að við búum í stéttskiptu þjóðfélagi þar sem ýmis hrikaleg félagsleg vandamál gína við óleyst. Þegar félagslegra vandamála verður hér vart eru þau oftar en ekki þögguð niður. Dæmi eru þess að kannanir hafa verið stöðvaðar eða torveldaðar af því niðurstöður yrðu fyrirsjáanlega óþægilegar. Menn vilja heldur stinga höfðinu í sandinn. í grein Guðfinnu Eydal í síðasta hefti Tímaritsins var bent á mikil skólavandamál í Breiðholti sem rekja megi til félagslegs og efnahagslegs ástands 'aðstandenda barnanna. Hvarvetna í nágrannalöndum okkar yrði minnsta vís- bending um slíkt upphaf meiri háttar aðgerða. Hér lokum við augum fyrir þessum og öðrum vanda sem kemur ekki heim við hina íslensku sjálfsmynd úr Morgunblaðinu, vandamálin læsum við inni í væntanlegu ríkisfangelsi þegar þau eru orðin óleysanleg. Þ. H. Stalínismi — skálkaskjól hentistefnunnar í tilefni af ádrepu Vésteins Lúðvíkssonar um stalínismann í 3. hefti 39. árg. TMM vil ég gera fáeinar athugasemdir svo sem til áréttingar fyrri skrifum mínum um sama efni. Vésteinn tekur eindregið í sama streng og ég hef gert að óhæfilegt sé að „teygja stalínisma-hugtakið útfyrir alla merkingu" eins og hann orðar það. Hefur hann þar með létt af ritskýrendum sínum þungbærum heilabrotum tun skilning á leikriti hans „Stalín er ekki hér“ og verður það að teljast góðverk. En jafnframt gefur hann einhverjum ónefndum persónum olnbogaskot fyrir að troða margnefndu hugtaki „niður í áður óþekkt þrengslagöng; stalínismi varð þá ekki annað en kenning Stal.'ns um sósíalisma í einu landi...“ 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.