Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 42
Tímarit Máls og menningar menn og leikhúsmenn. Engu að síður held ég að menn verði að viður- kenna að hér sé um raunverulegan vanda að ræða sem verði að leysa, eigi íslenskar leikbókmenntir að komast til nokkurs þroska. Menn kunna nú að spyrja hvort sú mynd, sem ég hef leitast við að draga upp hér í kvöld, sé ekki full neikvæð gagnvart því sem hefur gerst á sviði leikskáldskapar síðustu tvo áratugi. Menn gætu til dæmis spurt, hvort það eitt að nú skuli hafa komið fram dágóður hópur leikskálda, sem fjalla um íslensk efni og hafa fengið talsverðan hljómgrunn meðal áhorfenda, sé ekki mikil framför frá því sem áður var, þó svo hinn listræni árangur geti ekki talist mjög mikill enn sem komið er. Ég er slíkum athugasemdum fullkomlega sammála og held að engin ástæða sé til þess að gera lítið úr viðleitni höfunda og leikhúsfólks til að leggja drög að innlendri leikrita- gerð. Það hefur oft komið í ljós að áhugi almennra leikhúsgesta beinist ekki einvörðungu að þjóðlegum skemmtileikjum, heldur einnig að leikrit- um sem taka til meðferðar umdeild málefni sem fólki finnst koma sér við. Islenskt leikhús er því að mörgu leyti í góðri aðstöðu til þess að verða virkt afl í umræðu og skoðanamótun þjóðfélagsins og hefur einstöku sinnum komist nálægt því að verða það. Því miður hefur forystulið leikhúsanna hingað til yfirleitt fylgt þeirri stefnu að lokka áhorfendur í leilchúsið með blíðuhótum í stað þess að láta forvitnina reka þá þangað. Menn hafa ekki þorað að taka þá áhættu sem fylgir því að skipta sér af viðkvæmum mál- um og valda jafnvel hneykslun. A allra síðustu árum hafa að vísu komið fram fáein leikrit sem hafa hrundið af stað umræðum manna á meðal og í fjölmiðlum, en enn er of snemmt að spá hvort eitthvert framhald verður á þessari þróun. Við getum aðeins vonað að forráðamenn leikhúsanna hristi af sér doðann og styðji við bakið á henni. Og geri þeir það, held ég vart sé ástæða til annars en vera bjartsýnn á framtíð íslenskrar leikritunar. Ég held raunar að hér sé um svo mikilsvert mál að ræða að við höfum hreinlega ekki leyfi til annars en vera bjartsýn. Það liggur í augum uppi að leikhús getur ekki orðið fullgildur þátttakandi í umróti samfélagsins nema það sæki efnivið sinn þangað; og þess vegna er innlend leikritun óhjákvæmileg forsenda þess að hér verði til lifandi leikhús. Einmitt af þessum sökum ber brýna nauðsyn til að menn fylgist náið með því hvernig leikrituninni farnast og hvort hún sé á réttri leið. Mér hefur oft þótt mikið skorta á að menn ræddu eðli og vanda þessarar bókmenntagreinar af nógu mikilli alvöru, og hafi mér ekki tekist annað með þessum orðum mínum en minna menn á nauðsyn slíkrar umræðu, er tilgangi þeirra náð. 32
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.