Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 51
Buldi við brestur
útgefendur ætluSu að láta það vera því sem næst eitt um það að vekja
eftirtekt á henni sem neyzlu- og söluvarningi. Við hana var ekki beitt
neinum auglýsingatöfrum af neinu tagi. Henni brá aldrei fyrir í hópi
þeirra bóka, sem mest voru auglýstar og sumar með valinkunnum
leikurum í sjónvarpi, og ekki aðeins í öllum regnbogans limm, heldur
í hástemmdasta litaflúri fullkomnusm fjölleikahúsa. Það var rétt aðeins, að
Félaga Jesú brá fyrir í blaðaauglýsingu, en ég að minnsta kosti minnist
þess ekki að hafa heyrt hana í útvarpi.
En svo buldi allt í einu við meiri háttar bresmr. Þessi auðmjúka bók,
sem heilsað hafði upp á bókamarkaðinn í lítillæti hjartans og fáir höfðu
veitt eftirtekt, er skyndilega komin á hvers manns varir, og innan
skamms er hún uppurin í öllum bókabúðum í Reykjavík og þótt víðar
væri leitað.
Hvað kom til? — Hinir djúplægari rótarangar liggja gróflega djúpt,
og væri það ofdirfska að ætla sér að grafast fyrir þá alla í tímaritsgrein,
svo að fullu gagni verði til skýringar á fyrirbærinu. En hið ytra er það
tiltölulega einfalt og óbrotið. Það gemr ekki talizt til stórtíðinda, þótt
einhver fulltrúi á löggjafarsamkundunni kveðji sér hljóðs utan dagskrár.
En þó ber svo til núna rétt fyrr jólin, að einn þingmanna kveður sér
hljóðs utan dagskrár með þeim eftirköstum, að næsm daga mátti svo
heita, að sérhvert dagblað höfuðstaðarins væri útbíað af umræðum um
þetta utandagskrármál. Var þá víða skarpt til orða tekið, þótt ekki væm
allir sammála um, hvað sagt var. En að því er sumir sögðu, var þegar í
fmmræðu farið að tala um stjórnarskrárbrot, einnig hegningarlög í sam-
bandi við guðlast og að lokum um hneykslanlega meðferð á fjölþjóða-
sjóðum. En þetta var ekki nema rétt nokkurra daga hrota. Þá kom til
annað og svo miklu meira, að það má ætla því fastan sess í íslenzkri kirkju-
sögu um aldir fram.
Tilefni nefndrar utandagskráramræðu var hin áðurnefnda lítilmótlega
bók, Félagi Jesús. Auk þeirra saka, sem lýst var á hendur bókinni og
heyra fyrst og fremst undir refsilöggjöfina, þá var hún einnig borin sök-
um mannúðarleysis. Hún hafði sært viðkvæm guðsbarnahjörtu holundar-
sárum.
Að sama skapi sem hin réttarfarslega hlið þessarar bókar hvarf af
sviðinu, færðist í aukana þáttur mannúðarinnar. A sjónarsviði birtist einn
meiri háttar kvartett, þar sem strengir vora stilltir af þvílíkri fullkomn-
un, að svo hljómaði sem einn væri. Þeir er strengina knúðu vora engir
41