Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 62
Tímarit Máls og menningar vælum og læknishjálp, kom eftir sem áður frá Sovétríkjunum, einnig að stórum hluta frá DDR. Slíkir farmar komu sjóveg til Haiphong undir stöð- ugum ógnunum frá flota og flugher Bandaríkjanna. Jafnvel eftir að Maó Tsetung hafði tjáð Pham Van Dong að Kína óskaði ekki eftir sameiningu Norður- og Suður-Víetnams hélt víetnamska stjórnin áfram að lýsa algeru hlutleysi sínu í deilum Sovétríkjanna og Kína. Grundvöllur að þeirri þróun mála að Víetnam stendur nú andspænis fjandskap bæði Alþýðulýðveldisins Kína og Bandaríkja Norður-Ameríku var lagður 1971, þegar Kissinger heimsótti Peking. Þá fórnaði Kína öllu því sem enn fannst af hugmyndafræðilegri samstöðu með Víetnam til þess að ávinna sér sterkari stöðu gagnvart Sovétríkjunum. Akvarðanir voru teknar um að hindra fyrirætlanir um endursameiningu Víetnams, um að hætta vopnaaðstoð og um pólitískar aðgerðir ef Banda- ríkjamenn neyddust til að hætta árásunum á Víetnam. Þeir Maó og Nixon undirrituðu samningana í febrúar 1972. Ekki einu sinni nú, þegar enginn vafi lék á því að upp frá þessu ætti Víetnam tvo volduga andstæðinga og yrði eingöngu að treysta á aðstoð frá Sovétríkjunum og öðrum Varsjárbandalagsríkjum, lét víetnamska stjórnin neitt eftir sér hafa um þau vandamál sem upp voru komin. 6 Eftir síðustu örvæntingarfullu sprengjuárásirnar varð Nixon loks að gera sér ljóst að víetnömsk alþýða léti ekki þvinga sig til uppgjafar. En um leið og hann varð að viðurkenna ósigur sinn fékk hann aðstoð frá Kína. 20. apríl 1975, tuttugu dögum áður en norðurvíetnamskar hersveitir og her- sveitir þjóðfrelsishreyfingarinnar gengu inn í Saigon, sendu Kínverjar sendinefnd til Hanoi sem endurnýjaði óskirnar um að Víetnamar lém vera að frelsa Suðrið. Kröfur Kínverja um yfirráð yfir víetnömsku eyjaklösunum fóru vel sam- an við vonir Bandaríkjamanna um að viðskiptakerfi þeirra gæti haldið tökum sínum á Suður-Víetnam, einnig eftir að friður kæmist á, og nýtt olíulindirnar úti fyrir ströndunum. Sigri þessa litla sundursprengda akuryrkjulands yfir hinu ríkasta allra iðnaðarríkja var í fyrstu mætt með miklum samfögnuði. Auðvelt átti að vera að fylgja eftir kröfum um að Bandaríkin stæðu við þau loforð sem 52
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.