Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Side 64
Tímarit Máls og menningar
Þessa hefð hagnýttu bandarísk fyrirtæki í Suður-Víetnam sér í stórum
stíl. I lok hinnar erlendu yfirdrottnunar voru 300.000 fjölskyldur af 3.5
milljónum íbúa Saigon skráðar sem smákaupmenn. Þegar innflutningur
á bandarískum neysluvörum hætti var grundvöllur einkaverslunarinnar
brostinn. Nú áttu kaupmenn í Saigon þess ekki lengur kost að auðgast.
Þessar aðstæður, en þó umfram allt undirróður kínverskra stjórnvalda,
urðu tilefni hræðslu og óvissu, sem varð til þess að 210.000 Víetnamar af
kínverskum ættum — flestir í nyrsta hluta landsins — flúðu til Kína.
I viðleitni sinni að uppræta svartamarkaðsverslun, skipta réttlátlega þeim
birgðum sem til voru og koma framleiðslunni undir félagslega stjórn eða
koma á samvinnuformi svipm víetnömsk yfirvöld 15.000 heildsala forrétt-
indum sínum og ákváðu um leið að margir smærri kaupmenn skyldu taka
upp störf í handiðnum og landbúnaði, nema þeir sem stunduðu áfram frjáls
gömviðskipti.
8
Við munum hversu mikla mannúð Víetnam sýndi gagnvart þeim flug-
mönnum amerísku sprengjuflugvélanna sem teknir voru til fanga og áreið-
anleikann sem einkennt hefur alla afstöðu og yfirlýsingar víetnömsku ríkis-
stjórnarinnar hingað til. Ekki heldur nú er ástæða til að efa heiðarlegan
tilgang þeirra aðgerða sem gripið er til í uppbyggingarstarfinu. Borgara-
legir fjölmiðlar láta í veðri vaka að Víetnamar séu í þann mund að „tapa
friðinum“. Þetta er rógburður, úr lausu lofti gripinn, sem sést best ef litið
er á með hvílíkri þolinmæði Víetnamar reyna að skapa andrúmsloft sátta
í þeim hluta landsins þar sem skrumskældir samfélagshættir hafa myndað
jarðveg fyrir ræningjasveitir og heilan her vændiskvenna, þar sem 150 þús-
undir ungs fólks hafa gerst eiturlyfjaneytendur og þar sem böðlar Saigon-
stjórnarinnar hafa verið teknir til fanga.
Suður-Víetnam er ekki neins konar fangabúðir eins og Le Monde reynir
að telja okkur trú um, heldur hrjáður landshluti, byggður þjóð sem fjand-
skapur umheimsins hefur rekið í nauðir og örbirgð.
Stórum fyrirsögnum er varið til þess að skýra frá þeim sem hafa opin-
berað svik sín og samvinnu við ameríska hernámsliðið með landflótta,
svo og Kínverjunum sem fá þó tæplega að halda viðskiptaumsvifum sín-
um áfram í Kínverska alþýðulýðveldinu. En þess er að engu getið að sam-
54