Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 65
Nú reyna Bandaríkin að sigra með rógburði
tímis hafa 200.000 flóttamenn komið frá Kampútsíu til Suður-Víetnams,
þar af margir liðhlaupar úr hernum og um 20 þúsundir af kínversku þjóð-
erni.
9
Eftir samningana sem Sósíalíska alþýðulýðveldið Víetnam og Sovétríkin
gerðu með sér 3. nóvember 1978 hafa grunsemdirnar gegn Víetnam náð
nýju hámarki. Þarna er þó ekki um neins konar hernaðarbandalag að ræða
heldur staðfestingu á gagnkvæmri vináttu, kveðið er á um aðstoð til að
tryggja hina sósíalísku sigra, samskipti á sviði tækni og menningarmála
ásamt loforðum um að ef öðrum aðilanum er ógnað eða á hann ráðist skuli
þegar í stað haft samráð um að verjast þeim ógnunum og að grípa til að-
gerða sem varðveiti friðinn. Þrátt fyrir þetta er Víetnam nú lýst sem verk-
færi Sovétríkjanna, sem eigi að ryðja veldi þeirra braut í Suðaustur-Asíu.
En Víetnam hefur tekist að standa utan allra hernaðarbandalaga öll þau
fjörutíu ár sem það hefur þurft að verjast sífellt magnaðri árásum. Ekki
heldur nú, þegar landsmenn hafa náð fullveldi með harðri baráttu, hafa
þeir áhuga á að bindast einhverju stórveldi, heldur reyna þeir að skapa
ytri skilyrði til þess að varðveita það sem áunnist hefur og að endurbyggja
landið.
Til skamms tíma buðu Víetnamar einnig Kínverjum að gera við þá
samninga um efnahagsleg og menningarleg tengsl, en slíkum tilboðum
vísuðu Kínverjar á bug. Þegar Víetnam gerir nú samning við Sovétríkin,
þá er um að ræða staðfestingu á samstarfi sem hefur lengi átt sér stað og
sem náði áður jafnframt til Kína.
Vináttusamningarnir við Sovétríkin voru að sínu leyti þvingaðir fram
af breyttri afstöðu Kínverja, þar birtast raunsæ viðbrögð Víetnama gegn
pólitískum vanda. Með sinni aðdáanlegu baráttu hefur Víetnam einu sinni
orðið til þess að sameina framfaraöfl með öllum þjóðum. Nú reynir á
samstöðu þessara afla að nýju til að vernda Víetnam gegn aðsteðjandi hót-
unum sem jafnframt fela í sér ógnun við heimsfriðinn.
Rafn Guðmundsson þýddi.
55