Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Síða 76
Tímarit Máls og menningar
dægrin. . .“ Næst er snúið aftur til raunsæilegs umhverfissviðs með óveðri
og leitandi skipi, og aftur er myrkur í lokin: „sem leitaði inn í myrkrið..
II. hluti hefur nýjan dag: „Svo gelur morgunhani rómi teitum. . .“ (11,7)
og lýkur honum: „Þá nótt var aftur opið niður í hauginn...“ (11,45). Það
sem eftir er af II. hluta fer fram á annarri nóttu sem er eins og sú fyrri og
virðist renna sitt skeið á enda eins og hún: „.. .þegar röðull rann...“ (II,60).
Þriðji hluti er önnur nætursýn og tengist tímaákvörðun annarra hluta kvæð-
isins með fyrstu línunni einni: „Nóttin í silkivöggu allra veðra.“ Fjórði
hlutinn er aftur, eða enn, næmrmynd: tunglið, ljós vitans og draumurinn
í lokin.
Tunglið gefur einnig vísbendingar til tímaákvörðunar: „... þegar tungl
er fullt...“ (1,28) „... hálfur máni...“ (III,4) „... við hinum skarða
mána...“ (IV,16). Hér virðist tímalengdin eitthvað skemmri en tvær
vikur.
Þessar tímaákvarðanir dægra- og kvartilaskipta eru ekki endilega
samkvæmar innbyrðis. Eg hef tekið þessa vitnisburði út úr samhengi sínu
án tillits til þess hvaða sviði kvæðisins þeir kynnu að tilheyra. Samt álít ég
ekki að miklu skipti að finna kvæðinu eina fastbundna tímaákvörðun.
Spurningin um mörk „raunverulegs“ og „ímyndaðs“ tíma væri út í hött.
Ekkert eitt svið kvæðisins getur talist „raunverulegra“ en annað. Eigi að
síður koma dægra- og kvartilaskiptin nokkuð vel saman og mér þykir sú
tímaákvörðun öll hafa hlumerki að gegna innan kvæðisins.
Hvers konar umgerð í raunverulegum tíma og rúmi er samt léttvæg í
þessu kvæði því að endanlegt umhverfi Dymbilvöku er ákveðið hugar-
ástand. Við getum skilgreint þetta ástand sem svefnleysi, draum eða mók
milli svefns og vöku, tilvalið ástand til yfirnáttúrlegra sýna meðal Islend-
inga. I fyrsta hluta sýnir skáldið sjálfan sig þjáðan af andvöku og þráir
dögun (1,50) eða svefn (1,1; 1,85). í öðrum hluta er skáldið milli svefns og
vöku (11,27 o. áfr.). IIII. og IV. hluta kemur ekkert fram um meðvitundar-
ástand skáldsins (að undanteknum endinum: „... dreymdi mig þig ...“
IV,31) og það má líta á þessa hluta alfarið sem annað tveggja, draum eða
vöku. Samt er jafnvel þessi skipan svefns og vöku aðeins birtingarháttur
þess útvíkkaða vitundarástands þar sem sýnir kvæðisins eiga sér stað.
Til þessa hef ég aðeins fjallað um smáatriði sem eru misjafnlega vel fallin
til hlutlægrar athugunar. Nú langar mig að hverfa að því sem meira máli
skiptir og er jafnframt viðsjárverðara, að komast að því hvert sé raun-
verulegt viðfangsefni kvæðisins.
66