Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 80
Tímarit Máls og menningar
Kólgubakki í vestri“ (1,63—64), sem eru hluti af ruglingslegum hug-
hrifum þessa atriðis, eru ekkert annað en veðurlýsingin úr útvarpinu, kunn-
uglegt innskot frá sviði hins ytra raunveruleika, manninum í vitanum.
Skáldið hafnar þessu sviði og leitar annarrar leiðar með upphrópuninni:
„Æ nei / Njóttu / næturinnar hljóðu fylgdar..sem er hliðstæða við
„O veröld byrgðu saklaust auglit þitt...“ (1,46). Skáldið velur sér nýj-
an vettvang þótt erfitt sé að kveða á um á hvaða sviði hann eigi sér
stað. Hér er aftur skírskotað til ókunnra guða. Tilvitnanirnar „Hljóðlega
ekur þú í þetta sinn / þungfærum gripavagni drottinn minn“ og „Er nú
sem halli vel af fótum fúnum / fáksins er dregur því hann blæs ei meir /
blóðheitum anda sínum á mín vit“ (1,78—83) höfða báðar til tímans sem
líður. Báðar eru úr „sálminum“ enda þótt hin síðari virðist eiga við einhvern
heiðinn fák sem dragi tunglið. Ef við fylgjum þeirri túlkun eftir virðist samt
svo að hinn þungfæri vagn mánans sem guðinn ekur yfir himininn hafi
farið framhjá hvirfilpunkti (kl. 12, sbr. 1,62, því tungl er fullt) og sé á leið
niður á við í átt að sjóndeildarhringnum. Svo virðist sem versti hluti „vofu-
næturinnar" sé að baki. Samt er með hinum endurteknu stefjum afmr fitj-
að upp á kafla ótengdra sýna og minningabrota.
Upp rís ég fölur. Sem mér ormar ófu.
Eg sem fæ ekki sofið.
Bleikum lit
bundin er dögun hver og dökkum kiii...
Þetta endurtekna stef, „Bleikum lit“ o. s. frv. (1,68—87), þarf hér nokk-
urrar athugunar við. Það kom fyrst fram í annarri og þriðju línu kvæðis-
ins. Annars vegar leggja þessar línur sitt af mörkum til hughrifa kvæðis-
ins með tempruðum litblæ sínum, en takið líka eftir hinni einkennilegu
bókarlíkingu. Hér er hver dagur séður sem ný bók. Þetta myndmál gemr
falið í sér ótöluleg atriði: lífið er aðeins bók; eða á hinn bóginn, bækur, þ. e.
listin, eru lífið; skáldið eyðir tíma sínum í lesmr; skáldið leitast við að binda
hvern dag inn í bók, sína bók, o.s.frv. Þetta stef er þannig ein hlið á víðtæk-
ara viðfangsefni, tilfinningum skáldsins gagnvart listinni, leit hans að hugg-
un í bókum.
„Næturinnar föli fylginautur" sem bíður við dyrnar (1,88—89) virðist
vera stjarna, sama stjarnan og birtist fjórum línum neðar, kannske leiðar-
70