Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 86
Tímarit Máls og menningar
þessi hluti fæli í sér enn eina tilraun skáldsins að leita sér hugsvölunar í
bókarlestri, hér í ljóðum frá einhverju framandi landi. Þessi leit er nokkuð
tvíbent því að kyrrð III. hluta minnir á feigð og dauða. Timinn er seint um
haust, mynd grasreipisins sem brátt fúnar og verður að engu bendir til að
skuldadagar séu í nánd. Það er ekki alveg Ijóst hvort þessi angurværu ljóð
færa skáldinu svölun eða hvort hann þreytist á þeim. I byrjun virðast þau
veita honum athvarf, en í lokin verða dauðamyndirnar yfirgnæfandi og
skáldið virðist snúa sér frá þessari lausn í eitt skipti fyrir öll: „Burt eins og
lauf er lásu vindar haustsins / í hinzta sinn.“
Þetta millispil kyrrðar og endurminninga, með jákvæðum en hlutlaus-
um hugblæ, er tenging milli afneitunar II. hluta og hins jákvæða og virka
IV. hluta.
í IV. hluta er hljóðfall kvæðisins brotið upp fyrsta sinni að marki. Fram
til þessa hefur hrynjandi verið mjög jöfn, reglulegur fimmkvæður háttur
með viðbótarorði eða hálfri línu hér og þar á stangli og stuðlasetning
hefur verið jöfn og regluleg. Ahrif alls þessa hafa fyrst og fremst verið
sefandi, það hefur ekki dulið það andlega umrót eða baráttu sem að baki
býr, en deyft hana, gefið henni mókandi, draumkynjaðan blæ, og samtímis
hefur verið lögð áhersla á aðgerðarleysi skáldsins. Hér er þessi hugblær
rofinn. Línurnar eru styttri, hrynjandi óregluleg og ljóðstafasetning meira
bundin við eina línu í senn.
IV. hluti hefst á umhverfislýsingu sem á við þann hluta allan. Fyrst er
lýsing hins eyðilega landslags (takið eftir tvíbentri merkingu orðsins borg,
klettaborg og virki). Tilvísunin er í liðinni tíð eins og eðlilegt er. Skáldið
hefur rifið sig lausan eða verið leystur og er tilbúinn að taka þátt í lífinu,
hefjast handa.
Orðin „í steindri þögn hinna þúsund langnættu ára“ (IV,6) skipta miklu
máli. Eitt er a. m. k. ljóst af þessari línu, hún á við Island. Hvenær sem ís-
lenskt skáld talar um „þúsund ár“ er víst að það er að tala um fósturjörðina.
Lýsingarorðið langncettur rennir frekari stoðum undir þessa túlkun.
Þegar vitinn birtist, sem er grundvallarmynd IV. hluta, er það í tengslum
við þessa línu og við lausn skáldsins eftir þúsund ár, og það er skáldið sem
lyftir vitanum eins og gríðarstóru blysi. Vitinn er meginatriði hverrar þeirr-
ar táknrænu túlkunar sem lesandinn kann að aðhyllast. I fysta lagi þarf
fyrsta persónan ekki að eiga við skáldið hér (eða neins staðar annars í
kvæðinu). Hún gæti t. d. átt við Island eða íslenskan skáldskap (lausan úr
76