Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 91
Þráinn Bertelsson
1984
Reykjavík. Nóvember 1977. Föstudagur.
Klukkan er hálftólf og það er ekki ennþá orðið bjart.
Yfir borginni standa skýin á verði gegn ljósinu; grá og úfin þæfa þau
skammdegissortann og píra vætu yfir guggin hús, þar sem rauðeygðir sel-
skapspáfagaukar húka í búrum inni í raflýstum íbúðum.
Engir fuglar flögra um í borginni.
Það er skammdegi og myrkur og krap á gömm.
ii
Magnús Snæfells situr á skrifstofu sinni í Hæstarétti og reynir að festa
hugann við gögnin í þriggja ára gömlu meiðyrðamáli, sem spannst af því
að Daníel Kristinsson ritstjóri Kvöldblaðsins kallaði Hallmar frá Féeggs-
stöðum (framb. Féstöðum) vankaðan forystusauð, og Hallmar frá Féeggs-
stöðum kallaði Daníel Kristinsson bögubósa og heilastarfsemi hans brodd-
skitu.
I héraði hafa hvortveggja ummælin verið dæmd dauð og ómerk, en
þeim dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar auk þess sem Hallmar hefur
höfðað nýtt mál á hendur Daníel fyrir að hafa stungið upp á því í Kvöld-
blaðinu, að íslenskur landbúnaður skuli lagður niður til að bjarga efnahag
þjóðarinnar, og að gömlum bændum skuli úthlutað nýbýlum í Sædýra-
safninu.
Þessum tveimur málum má auðvitað ekki rugla saman.
Magnús Snæfells er sérfræðingur í meiðyrðum: Doktorsritgerð hans
„Ærumeiðingar, skammir og fébætur í fornum sið og nýjum“ vakti svo
mikla athygli, að hún var gefin út í vasabókarbroti og seldist svo vel á
jólamarkaði, að nafn Magnúsar var á hvers manns vörum, sem ef til vill
hefur átt sinn þátt í því að hann var skipaður hæstaréttardómari 1. október
síðastliðinn, aðeins 43 ára að aldri.
6 TMM
81