Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 94
Tímarit Máls og menningar
og hún hafi aldrei séð hann beran; hvítur á hörund, líkaminn vaxinn svört-
um, stuttum hárum, tekinn að fitna.
— Þakka þér fyrir, elskan, segir hann og nuddar kinnar og háls úr rak-
spíra, seilist eftir svitalyktareyði og sprautar í handarkrika sér.
Hún gengur fram og setur brauð í ristina. Síðan kemur Magnús fram
alklæddur og sest við borðið. Hún hellir í bollann hans og réttir honum
Tímann og Morgunblaðið.
Tvær ristaðar brauðsneiðar með marmelaði og tveir bollar af kaffi.
Hún fylgir honum til dyra, lagfærir bindið hans og kyssir hann á kinn-
ina.
— Ertu með hreinan vasaklút? segir hún.
— Já, segir hann. Ég fann hann sjálfur.
Hann dokar við með höndina á hurðarhúninum.
— Verðuru heima í dag? segir hann.
— Ég fer kannski í búðir, segir hún. Svolitla stund eftir hádegið.
— Ertu með peninga? segir hann.
— Peninga? Já. Já, það held ég, segir hún.
— Ég kem þá um sex-leytið, segir hann.
— Já, ekki seinna, segir hún. Grétar og Irma koma um hálfsjö. Við
ætlum að borða klukkan sjö.
— Æjá, segir hann.
— Þú bauðst þeim, segir hún.
— Já, segir hann. Maður gemr ekki alltíeinu hætt að umgangast þau
þótt ég hafi fengið lánið eftir öðrum leiðum.
— Nei.
— Jæja þá. Bless, elskan.
— Bless.
Og klukkan er orðin hálftólf og það er ekki ennþá orðið bjart.
Sigríður Gísladóttir Snæfells er búin að taka til eftir morgunverðinn og
setja leirtauið í uppþvottavélina; hún er búin að lesa blöðin (það er ekkert
í þeim frekar en endranær); hún er búin að búa um rúmin, ryksuga og
þurrka af í baðherberginu, og hún er búin að skipta um vatn hjá páfa-
gaukunum. Selskapspáfagaukunum, sem börnin gáfu henni í afmælisgjöf
í vor:
— Svo þú sért ekki alltaf ein heima, sögðu þau og hlógu.
Annar páfagaukurinn er búinn að missa næstum allar fjaðrirnar. Hún
er að vona að hann drepist sem fyrst. Og hinn fari sömu leið.
84