Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 96
Tímarit Máls og menningar
— Og mér ekki síður til að heyra í þér, hvíslaði hann blíðlega. Krúttið
mitt. En heyrðu.
— Er eitthvað að? spurði hún.
— Við getum ekki hist í dag, sagði hann. Því miður, ástin mín.
— Afhverju ekki?
— Eg kemst ekki frá. Ekki í dag.
— Jæja? Er kannski komin einhver ný á skrifstofuna?
— Dídí, hvernig geturu sagt svonalagað? Eg kemst bara ekki frá. Það
var brotist hér inn í nótt. Lögreglan er búin að hanga hér í allan morgun.
Og svo bíða blaðamenn eftir mér frammi. Eg kemst ekki frá núna. Þú
hlýtur að skilja það, elsku krúttið mitt...
— En hvað þá?
— Við verðum að bíða þar til á þriðjudaginn.
— Á þriðjudaginn? Veistu hvað það er langt þangað til?
— Já, ástin mín. Eg veit það er lengra en til tunglsins.
— Ekki fyrr en á þriðjudaginn? Á sama stað?
— Á sama stað.
— Á sama tíma?
— Á sama tíma.
— Og engar nýjar skrifstofustúlkur?
— Dídí þó!
— Bless, ástin mín.
— Bless, krúttið mitt.
v
Kjartan Kristjánsson forstjóri lagði frá sér símtólið.
Þau höfðu ætlað að hittast í dag. Því var hann búinn að gleyma. Það
varð að bíða til þriðjudags. Nú var hann ekki elskhugi heldur bissniss-
maður. Því má ekki rugla saman.
Það hafði verið hringt í hann af skrifstofunni klukkan sex í morgun.
Það var lögreglan sem hringdi. Hörður Hilmarsson í rannsóknarlögregl-
unni.
Það hafði verið brotist inn á skrifstofu Geisla um nóttina. Skúringa-
konan, Hlín Guðnadóttir, hafði staðið þjófana að verki klukkan tólf þrjá-
tíu. Þeir höfðu bundið hana og keflað og henni hafði ekki tekist að losa
86