Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 98
Tímarit Mdls og menningar
Þetta var hans fyrirtæki, sem hann hafði sjálfur byggt upp, og á hverju
ári sendi hann þúsundir íslendinga í ódýrar, menntandi og hressandi ferðir
til Suðurlanda. Hann greiddi háa skatta. Hann veitti fólki góða og nauðsyn-
lega þjónustu.
Persónulegir samningar hans við erlenda aðila í ferðamannabransanum
komu engum við.
Þannig eru viðskifti.
Kerlingarfjandinn að vera að þvælast á skrifstofunni um miðja nótt,
þegar hún átti að vera búin að ljúka sínum verkum fyrir löngu. Og fyrir
bragðið var lögreglan komin í spilið.
Best hefði verið að rannsaka þetta mál eftir eigin leiðum. Það hlaut að
koma í ljós fljótlega, hvort einhver glæpalýður væri alltíeinu farinn að
selja erlendan gjaldeyri í stórum stíl á svarta markaðnum. Hann mátti til
með að verða á undan lögreglunni að komast að því. Hann varð að hafa
hraðan á.
Og þó. Það lá ekki lífið á. Hvenær hefur lögreglan eiginlega haft hend-
ur í hári svartamarkaðsbraskara?
Best að segja þessum lögreglumanni - hvað hét hann nú aftur, jú, Hörð-
ur Hilmarsson - að einungis smáupphæð hefði verið stolið. Einni milljón
eða svo. Peningum sem hann hefði ætlað að fara með í bankann þá um
morguninn.
Síðan var eftirleikurinn óvandaðri. Hann skyldi sjálfur komast á snoðir
um, hverjir hefðu brotist inn á skrifstofuna. Og ...
Hann brosti.
Kannski tjónið verði ekki svo tilfinnanlegt eftir allt saman. Það gildir
að hugsa skýrt. Og hafa sitt á þurru.
vi
Sigríður „Dídí“ Gísladóttir Snæfells lagði frá sér símtólið.
Þau höfðu ætlað að hittast í dag, og nú gat hann ekki komið. Hann
sagði að þjófar hefðu brotist inn á skrifstofuna. Það er aldrei friður fyrir
þessum glæpalýð sem veður uppi.
Sumu fólki lærist aldrei að virða eignarréttinn.
A þriðjudaginn ætluðu þau að hittast. Þrír dagar þangað til. Langir dagar.
Þau höfðu hist á Ródos í byrjun október. Magnús og hún höfðu farið
88