Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 107
1984
— Já. Vel að merkja. Eg ætla að biðja yður að skilja læknisvottorðið
eftir hérna hjá mér, sagði Marinó Bjarnason.
— Læknisvottorðið? sagði Magnús Snæfells.
— Já. Einmitt. Auðvitað gæti ég kært málið nú þegar, en ég vil ekki
flana að neinu, sagði Marinó Bjarnason. Þér skiljið?
— Já, sagði Magnús Snæfells og rétti fram læknisvottorðið. Já. Ég skil.
Klukkan var fimm.
Steikin var komin í ofninn.
Ari og Olöf komin heim úr skólanum og farin út aftur. Þau spurðu
hvaða gestir væru væntanlegir í mat.
— Grétar og Irma, sagði móðir þeirra. Þau koma klukkan hálfsjö.
— Ojbara, sagði Olöf.
— Góða skemmtun, sagði Ari. Ég tek viskíflösku úr vínskápnum. Þú
segir pabba ekki frá því.
— Hann tekur eftir því samt.
— En það er óþarfi að tala um það.
Sigríður Gísladóttir Snæfells fór í bað og setti síðan rúllur í hárið á sér.
Hún reyndi að hugsa um eitthvað annað en atburði dagsins.
Hvílíkt uppistand út af einum gallabuxum og einhverju smádrasli.
Aldrei á ævi sinni hafði hún orðið fyrir annarri eins niðurlægingu.
Og þessi drengur sem hafði séð til hennar. Hvernig hafði hann vitað
hvað hún hét?
Þetta var eins og ljótur draumur.
Klukkan hálfsex varð hún að muna að ausa steikina í ofninum.
xiii
Réttarhöldin hófust klukkan hálfsex.
Magnús Snæfells hæstaréttardómari var bæði ákærandi og dómari, en
jafnframt var hann í þeirri einkennilegu aðstöðu að dómurinn í málinu
hlaut að ganga yfir hann sjálfan.
Akærða, Sigríður Gísladóttir Snæfells, lét engan bilbug á sér finna.
Sagðist ekki skilja þetta uppistand.
— Ég gleymdi einfaldlega að borga, sagði hún. Er það bannað með
7 tmm 97