Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 109
1984
— Saklaus? Þú? Það hnussaði í Magnúsi. Á einu augabragði rífur þú
niður allt það sem ég hef verið að reyna að byggja upp á undanförnum
árum. Eg er 43 ára og orðinn dómari við Hæstarétt. Leiðin til æðsm
metorða liggur opin. Og hvað þá? Þá þarft þú endilega að fara og láta
góma þig fyrir smáþjófnað. Fyrir athæfi sem vekur fyrirlitningu og að-
hlámr allra. Og svo segist þú vera saklaus. Jasvei!
— Er þá ekki best fyrir þig að skilja við mig, svo ég verði ekki lengur
til þess að flekka þetta fína mannorð þitt?
— Hvernig helduru að það liti út ef ég skildi við þig núna? Helduru
ekki að fólk færi að tala um ástæðuna? Helduru ekki að það væri þokka-
leg auglýsing? Eg skil þig ekki, Sigríður, ég skaffa þér peninga eins og
skít, og hvað gerir þú? Jú, þú ferð og læmr góma þig fyrir fyrirlitlegan
smáþjófnað!
— Eg skil ekki hvers vegna þú þarft að æsa þig svona. Eg er búin að
segja þér að þetta sé allt saman misskilningur. Er ekki hægt að tala við
þennan verslunarstjóra?
— Jú, ég er ansi hræddur um, að ég komist ekki hjá því að tala bemr
við hann undir fjögur augu. Þú veist náttúrlega ekki hver hann er?
— Hver hann er? Hvað áttu við?
— Þú hefur kannski ekki heyrt talað um Ávísanamálið? Svoleiðis smá-
mál fara auðvitað framhjá þér.
— Vitanlega hef ég heyrt talað um Ávísanamálið. Er það ekki eitthvað
sem var svo mikið skrifað um í Vísi fyrir löngu? Voru það ekki einhverjir
heildsalar sem ...
— Jú, og Marinó í Hagver er einn höfuðpaurinn. Málið verður tekið
fyrir í Hæstarétti eftir áramótin. Skilurðu hvað það þýðir?
— Er ekki hægt að komast að einhverju samkomulagi?
— Jú, auðvitað hlýmr hann að vilja komast að samkomulagi núna
þegar hann situr með gögn í höndunum sem nægja til að kippa undan mér
fómnum. Hvernig samkomulag helduru að það verði?
— Ég skil.
— Þú skilur nákvæmlega ekki neitt. Þú hefur aldrei verið neitt nema
léttúðin. Þú hefur setið hér í munaði meðan ég hef þrælað og stritað til
að koma okkur áfram.
— Áfram hvert?
— Upp. Upp á toppinn. Ég þræla og strita, en þú situr heima og talar
99