Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 110
Tímarit Mdls og menningar
frönsku við páfagaukana, og svo ferðu og leggur framtíðina í rúst með
eintómum asnaskap. Það er ekki óhætt að sleppa þér út fyrir hússins dyr.
xiv
Klukkan fimmtán mínútur yfir sex stóðu réttarhöldin enn yfir.
Þá hringdi dyrabjallan.
Hjónin litu hvort á annað og Magnús þagnaði í miðri setningu.
— Klukkan er ekki nema kortér yfir. A ég að trúa því að þau séu
komin, sagði Sigríður. Maturinn verður ekki til fyrr en sjö. Við verðum
að fara til dyra.
— Heyrðu, sagði Magnús. Geturu ekki fjarlægt páfagaukana úr stof-
unni? Smngið búrinu inn í skáp. Hann er svo voðalega ógeðslegur þessi
sem er búinn að missa allar fjaðrirnar.
Gestirnir stóðu á tröppunum.
Grétar fölur og horaður (sumir sögðu að hann væri með krabba og það
var þegar farið að tala um eftirmann hans í bankanum) og Irma rjóð og
hnellin í síðum kjól.
— Nei, en gaman að sjá ykkur. Veriði velkomin.
Gestunum var vísað til stofu. Magnús blandaði í glös.
— Vilt þú Martini, elskan, eða sérrí, sagði hann og brosti til Sigríðar.
— Hvernig gengur í Hæstarétti? spurði Grétar.
— Það gengur vel, sagði Magnús. Við erum að reyna að hreinsa út
gömul mál sem safnast hafa fyrir/'
— Enda ekki vanþörf á, sagði Grétar. Nýir vendir sópa best. Skál fyrir
því!
— Skál!
I dimmum klæðaskápnum þögðu páfagaukarnir.
xv
Nótt.
Klukkan er hálftvö. Magnús Snæfells hæstaréttardómari liggur vakandi
í rúmi sínu.
Gestirnir fóru um ellefu-leytið og þau hjónin fóru að hátta skömmu
eftir að Olöf kom heim um miðnættið.
100