Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 119
Islendingasögur og Hugsvinnsmál
samur og hávaðamikill og fór með flimt um Halldór. Þá segir Bergljót
húsfreyja: „Það er illa gert að fást upp á ókunna menn með brópyrðum
og háðsemi, og munu yður tröll toga tungu úr höfði. Hefir Halldór meir
verið reyndur að fræknleik en flestir menn aðrir í Noregi.“ Ýmsir aðrir
staðir í sögunum kunna að vera bergmál frá þessu heilræði Hugsvinns-
mála, en um það mál verður ekki rætt að sinni. Þó skal þess getið, að
svipað heilræði kemur fyrir í Hávamálum og raunar annars staðar.
Eitt af ráðunum í Disticha hvetur menn til að vægja fyrir sér meiri
mönnum (majori cede), og í Hugsvinnsmálum hljóðar þetta svo:
Afli deila
skalt aldregi
þér við meiri mann.
Bergmál frá þessu heilræði er að finna á ýmsum stöðum í sögum, og má
hér til að mynda minna á sjötta kafla Eglu, þegar Kveldúlfur er að vara
Þórólf við Haraldi hárfagra: „...Varast þú það að eigi cetlir þú hófir þér
eða keppist við þér meiri menn. En eigi muntu fyrir vægja að heldur.“
Orðtakið „að deila afli við einhvern“ kemur fyrir í ræðu Asbjarnar af
Meðalhúsum í Hákonar sögu góða (fimmtánda kafla): „.... En ef þér
viljið þetta mál taka með svo mikilli freku að deila afli og ofríki við oss,
þá höfum vér bændur gert ráð vort...“ En ýmis önnur dæmi mætti hér
til draga. Þeim sem hlíta ekki viðvöruninni fer yfirleitt eins og Þórólfi,
að þeir verða að láta lífið.
Að lokum má draga athygli að orðum Guðrúnar Osvífursdóttur í Lax-
dælu, þegar hún hvetur Bolla til aðfara við Kjartan, en hann dregst undan
og kvað sér ekki sama fyrir frændsemis sakir við Kjartan, og tjáði hversu
ástsamlega Olafur hafði hann upp fæddan. Guðrún svarar: „Satt segir þú
það, en eigi muntu hera giftu til að gera svo, að öllum þyki vel.“ Skáletr-
uðu orðunum til samanburðar má minna á Hugsvinnsmál: „Eigi er auð-
gcett, svo að öllum líki.“ En nákvæmur samanburður á Hugsvinnsmálum
í heild við fornsögurnar, hvort sem um er að ræða hugmyndir eða orðalag,
mun leiða í ljós mörg dæmi, sem hér hafa ekki verið rakin.
Tilvitnanir.
1 Sum atriði þessarar greinar munu koma fyrir almenningssjónir á þessu ári í
útlendum tímaritum: I Arkiv för nordisk filologi fjalla ég ítarlegar en hér
um „Sermo datur cunctis. A learned element in Grettis saga“, og í Maal og
109