Tímarit Máls og menningar - 01.03.1979, Page 121
Sigurður A. Magnússon
Bandarísk sagnagerð
eftir seinna stríð
Fyrri hluti birtist í 4■ hefti 1978
Sé litið í heild yfir bandarískar bókmenntir eftir seinni heimsstyrjöld,
fer ekki milli mála að meginhluti þeirra skáldverka sem máli skipta flokk-
ast undir það sem kalla mætti firringu, fráhvarf frá þjóðfélaginu og jafn-
vel stundum frá náttúrunni og manninum sjálfum. I þessum bókum er
söguhetjan að jafnaði utangarðsmaður vegna þess að hann sættir sig ekki
við ríkjandi hugsunarhátt, lífshætti eða ytri aðstæður. Hann hefur sjálfur
valið að hverfa úr mannlegu samfélagi.
Paul Bowles (f. 1910) var meðal þeirra fyrstu sem sneru baki við banda-
rískri menningu og vestrænum lífsviðhorfum yfirleitt. Sögupersónur hans
í „The Sheltering Sky“ (1949) og „Let It Come Down“ (1953) eru út-
lagar í hrjóstrugu og hörðu landslagi Norður-Afríku þar sem leit þeirra að
nýju lífsinntaki og samfélagsformi lýkur með tortímingu. Myndbreyting
persónanna úr pílagrímum í leit að nýjum griðastað yfir í fórnarlömb er
hliðstæð sjálfstortímingarhvöt vestrænnar menningar og verður eins konar
undanfari Beat-kynslóðarinnar og þess hluta hippahreyfingarinnar sem
lagði rækt við ofbeldi.
Beat-hreyfingin svonefnda hafði annað inntak en fram kemur í bókum
Bowles. Hún hafði að leiðarstjörnum persónur á borð við Krist, Búdda,
Thoreau og Whitman, og trúði á dulræna auðlegð Ameríku um leið og hún
afneitaði mergsoginni og slappri menningu hennar. Hreyfingin átti upp-
tök sín í San Francisco og Greenwich Village í New York og dreifðist um
gervöll Bandaríkin með boðskap sinn um frjálst kynlíf, nautnalíf, djass og
fábrotna lifnaðarhætti. Ast og stjórnleysi tókust á innan hreyfingarinnar
eins og best kemur fram í þremur skáldsögum Jacks Kerouacs (1922—69)
sem varð eins konar bókmenntalegur spámaður hennar ásamt nokkrum
Ijóðskáldum. í fyrstu skáldsögu sinni, „On the Road“ (1957), leitast
Kerouac við að endurvekja sjálfsvild djassins, hina sjálfvöktu skynjun á
111